fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Tadjikistan er eina landið í heiminum sem reiðir sig meira á tekjur af farþegaflutningum en Ísland

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður virðir fyrir sér Háafoss í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd/Getty

Ísland er mun háðara ferðaþjónustu en önnur lönd þar sem lífskjör eru sambærileg og aðeins eitt land í heiminum, Tadjikistan, reiðir sig í jafnmiklum mæli á tekjur af farþegaflutningum og Ísland. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustu á Íslandi sem verður gefið út í Tímariti bankans.

Í greiningu Hagfræðideildar á ferðaþjónustu á Íslandi kemur einnig fram að margt bendi til þess að um það bil jafnmargir ferðamenn gisti i Airbnb-íbúðum og gista á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tölur taka hins vegar ekki til annarar gistingar á höfuðborgarsvæðinu, s.s. gistingar í gistiheimilum og farfuglaheimilum.

Frá febrúar til október 2017 voru Icelandair og WOW air samanlagt með rúmlega 80% markaðshlutdeild í Evrópuflugi og um 90% markaðshlutdeild í Bandaríkjaflugi þegar litið er til sætaframboðs.  Færa megi rök fyrir því að flugfélögin tvö séu kerfislega mikilvæg fyrir íslenskan efnahag og möguleg áföll í rekstri þessara fyrirtækja geti haft keðjuverkandi áhrif.

Árið 2015 nam útflutningur ferðaþjónustu um 31% af heildarútflutningi frá Íslandi. Hagfræðideild Landsbankans telur að hlutfallið verði komið upp í um 43% á árinu 2017. Greining Hagfræðideildar á 39 ríkjum sýnir að Ísland er eina landið þar sem ferðamönnum hefur fjölgað á sama tíma og gengi gjaldmiðilsins hefur styrkst.

Milli 40-50% af heildarhagvexti á Íslandi frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með vexti í ferðaþjónustu. Ef útflutningsverðmæti ferðaþjónustu hefði ekkert aukist frá 2010 hefði mælst halli á vöru- og þjónustuviðskiptum undanfarin tvö ár, að öðru óbreyttu.

Gögn frá Google sýna að í þeim tólf löndum sem eru mikilvægustu markaðir íslenskrar ferðaþjónustu er nú töluvert sjaldnar flett upp orðinu „Reykjavik“ en áður. Þetta gefur til kynna að áhuginn á Íslandi kunni að vera að minnka. Hagfræðideild Landsbankans telur þó að líkurnar á fækkun ferðamanna á næsta ári séu fremur litlar.

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að fjölgun ferðamanna á árinu 2018 verði nálægt sögulegum vexti eða um 8%. Árið 2019 er gert ráð fyrir að vöxturinn verði undir sögulegum meðalvexti eða 5%. Ef spáin rætist munu 2,5 milljónir ferðamanna koma hingað árið 2019, u.þ.b. 117.000 fleiri en árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík