fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Oddný: Kjósendur hafa tækifæri til að kjósa flokka með hjartað á réttum stað

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 25. september 2017 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

„Ástæðan fyrir stjórnarslitunum var ekki fjárlagafrumvarpið og forgangsröðun í tekjuöflun og útgjöldum ríkisins. Ástæðan var ekki svik á kosningaloforðunum. Ekki fjármálaáætlanir ríkisstjórnarinnar um samdrátt í sjúkrahús- og heilbrigðisþjónustu, ekki bág kjör þeirra sem verst standa, ekki skólarnir og ekki húsnæðisvandinn og þá ekki slæmir vegir, fjársvelt lögregla eða krafan sem ekki hefur verið svarað um auðlindir í þjóðareign og nýju stjórnarskrána.“

Þetta segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í pistli sem hún skrifar á Eyjuna í dag. Segir hún að stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hafi verið sammála um að taka ekki á þessum stóru hagsmunamálum almennings. Það hafi verið staðfest með fjárlagafrumvarpinu og fjármálaáætluninni þeirra til næstu fimm ára:

Með stjórnarslitunum gefst kjósendum óvænt og gott tækifæri til að kjósa að nýju og nú flokka sem eru með hjartað á réttum stað og vilja til að taka á stærstu hagsmunamálum almennings. Samfylkingin vill að fyrst verði ráðist í að leysa bráðavanda og gera langtímaáætlanir um betra velferðarsamfélag.

Nefnir Oddný sjö atriði sem þurfi að byrja á:

      Ráðast á húsnæðisvandann með byggingu þúsunda íbúða sem leigðar verða út án gróðrasjónarmiða og með möguleikum á kaupleigu.
      Styrkja heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri. Taka markviss skref í átt að ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla og niðurgreiða tannlækningar aldraðra og öryrkja strax.
      Styrkja menntakerfið til að taka við nýjum áskorunum.
      Bæta kjör öryrkja og einfalda útreikninga á lífeyri. Hækka frítekjumark lífeyris og byggja fleiri hjúkrunarrými.
      Laga vegi og efla lögregluna.
      Gera réttlátar breytingar á skattkerfinu, auka stuðning við ungt fólk og barnafjölskyldur og setja réttláta auðlindastefnu.
      Ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskrá, virða þjóðaratkvæðagreiðslur og leyfa þjóðinni að ráða hvort haldið verði áfram með samningaviðræður við ESB.

Þetta er allt hægt og við höfum efni á því. Allir eiga að njóta góðærisins!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík