fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Raðúrsagnir úr Framsóknarflokknum – Heil stjórn á einu bretti

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 25. september 2017 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Sæmundsson.

Öll stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar hefur sagt sig úr flokknum. Þar að auki hefur þingmaðurinn fyrrverandi Þorsteinn Sæmundsson sagt sig úr flokknum. Það kemur í kjölfarið á úrsögnum formanna Framsóknarfélaganna í Reykjavík og á Þingeyri. Sem og formanni Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík. Hafa margir af þeim sem hafa yfirgefið flokkinn síðastliðinn sólarhring lýst formlega yfir stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson og nýtt framboð hans.

Þorsteinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að lítið hafi verið gert til þess að græða sár innan flokksins frá formannskjörinu í fyrra:

Nú í aðdraganda kosninga hefur sá hópur sem nú stjórnar flokknum ákveðið að ganga milli bols og höfuðs á þeim ,,háværa minnihluta” sem varð undir á síðasta flokksþingi. Markmiðið virðist vera að losa sig við fyrrum formann flokksins og þá sem stutt hafa hann dyggilegast.  Þetta markmið hefur tekist.  Undirritaður hefur í dag tilkynnt úrsögn sína úr Framsóknarfloknum, nokkuð sem ég taldi að aldrei myndi gerast.  Ég þakka því góða fólki í Framsóknarflokknum sem ég hef starfað mest með og met mikils fyrir samstarfið og samveruna og vonast til að hitta það sem flest fyrir á nýjum vettvangi,

segir Þorsteinn í yfirlýsingu sinni. Öll stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar hefur einnig sagt sig úr flokknum vegna atburða síðustu daga:

Við kjósum að starfa ekki í flokki þar sem vinnubrögð síðastliðins árs ætla að vera viðvarandi. Okkar mat er að engar sáttaleiðir hafi verið gerðar eftir aðförina sem gerð var að fyrrverandi formanni flokksins á síðasta Flokksþingi og nú séu komin öfl til valda sem við eigum enga samleið með.

Eyjan hefur í morgun reynt að ná tali af stjórn Framsóknarflokksins í Reykjavík, Jóna Björg Sætran varaborgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina sagði í samtali við Eyjuna að ótímabært væri að ræða stöðuna innan flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík