fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 22. september 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn.

Í gær sagði umboðsmaður Alþingis að hann myndi ekki ráðast í frumkvæðisathugun á samskiptum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í lok júlí þegar hún tjáði honum að faðir hans hefði ritað umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing. Telur umboðsmaður að Sigríður hafi ekki brotið reglur um trúnað.

Sjá einnig: Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að Sigríður sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði sagt Bjarna frá aðkomu föður síns í júlí. Töldu stjórnarmeðlimir Bjartrar framtíðar að trúnaðarbrestur hafi orðið innan ríkisstjórnarinnar þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt ráðherrum Bjartrar framtíðar frá aðkomu föður Bjarna fyrr en það var ýmist á leið í fjölmiðla eða hefði þegar verið birt. Þingmenn, ráðherrar og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokkinn hafa gagnrýnt Bjarta framtíð harðlega fyrir að hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu án þess einu sinni að ræða málið, hefur sú gagnrýni aukist eftir að í ljós kom að Sigríður Andersen braut ekki reglur um trúnað.

Björt Ólafsdóttir segir í grein sem hún skrifar í Fréttablaðið í dag að Björt framtíð sé flokkur sem vilji axla ábyrgð, það hafi flokkurinn gert með því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn í janúar á þessu ári. Ábyrgð sé einn grunngilda flokksins, en einnig traust:

Þetta grunngildi og reyndar mörg önnur voru því miður þverbrotin í síðustu viku þegar upp komst að tveir ráð­herrar Sjálfstæðisflokksins höfðu tekið eig­in­hags­muni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almanna­hag. Siðferði og samskiptareglur manna á milli í trúnaðarstörfum fyrir heila þjóð snúast ekki um lögfræði eða þær reglur sem þar er að finna um trúnað,

segir Björt. Segir hún að traust sé undirstaða og tilfinning um að allt sé í lagi:

Það hvarf þegar við urðum þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gat stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls er kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ekki gott að halda áfram.

Með því að segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfinu hafi flokkurinn axlað ábyrgð á ný:

Það þarf staðfestu og hugrekki til að ganga frá góðum verkefnum sem við hefðum helst af öllu viljað halda áfram með. Gott siðferði þarf hins vegar að vera ofar öllu – þess vegna stendur Björt framtíð á styrkum stoðum. Okkar kjarni er styrkari en 100 ára gömul stjórnmálastofnun getur státað af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin