Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir kosningarnar í fyrra og var hann í 5.sæti á lista þeirra í Suðvesturkjördæmi, þar náðu Píratar tveimur þingmönnum.
Hrun íslenskra stjórnmála er staðreynd og útilokað er að Fjórflokkurinn nái að endurreisa stjórnmálaumhverfið á þeim lýðræðislegu og siðferðilegu forsendum sem þörf er. Í þeirri stöðu eru mikilvægustu málin sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir, breytt og betri stjórnmál, mál sem munu ekki nást fram nema með innleiðingu nýju stjórnarskrárinnar, hverra drög hafa þegar verið samþykkt af almenningi í þjóðaratkvæðagreiðslu,
segir Þór í tilkyningunni, segir hann að til þess verks séu Pírötum best treystandi af öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi:
Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál og tökum þátt í endurnýjun stjórnmála og samfélags á nýjum og betri forsendum.