fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 22. september 2017 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Saari skipaði 5.sæti á framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Samsett mynd/DV

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi.

Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir kosningarnar í fyrra og var hann í 5.sæti á lista þeirra í Suðvesturkjördæmi, þar náðu Píratar tveimur þingmönnum.

Hrun íslenskra stjórnmála er staðreynd og útilokað er að Fjórflokkurinn nái að endurreisa stjórnmálaumhverfið á þeim lýðræðislegu og siðferðilegu forsendum sem þörf er. Í þeirri stöðu eru mikilvægustu málin sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir, breytt og betri stjórnmál, mál sem munu ekki nást fram nema með innleiðingu nýju stjórnarskrárinnar, hverra drög hafa þegar verið samþykkt af almenningi í þjóðaratkvæðagreiðslu,

segir Þór í tilkyningunni, segir hann að til þess verks séu Pírötum best treystandi af öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi:

Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál og tökum þátt í endurnýjun stjórnmála og samfélags á nýjum og betri forsendum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin