fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Ávarp til Alþingis frá Þingeyrarakademíunni

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 24. september 2017 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágætu alþingismenn

Í tilefni af þingsetningu bið- ur Þingeyrarakademían ykkur að minnka þetta endalausa röfl úr ræðustól þingsins daginn út og daginn inn. Ef þið gerið það, þá hlustið þið betur hvert á annað. Við kjósum ykkur ekkert frekar þó þið látið svona! Gefið svo símanum frí í þingsalnum.

Hættið að rífast en snúið ykkur með oddi og egg að þeim vandamálum sem þið eruð kosin til að leysa. Forgangsraðið fjárveitingum. Þeir sem nóg hafa þurfa ekki meira. Gerið meira en að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Munið að þið eigið að móta stefnuna fyrir þjóðina. Ef hún er skynsamleg fylgir þjóðin ykkur. Annars fer hún út og suður.

Takið lagið einstaka sinnum til að styrkja móralinn, til dæmis Öxar við ána eða Fyrr var oft í koti kátt.

Vestfirðingurinn Jón Sigurðsson fylgist með ykkur daglega. Ekki amalegt að hafa hann sem fyrirmynd. Hann var bæði kurteis, þinglegur og yfirvegaður við alla. Ekki síst Dani. Hann vann sleitulaust og lagði áherslu á að menn lærðu af sögunni. Mörg stórmenni veraldarsögunnar hafa hamrað á því að ekkert er nýtt undir sólinni!

Hvað er Þingeyrarakademían?

Þingeyrarakademían er stór hópur manna sem stundar morgunsund og heita pottinn á Þingeyri. Þar eru ýmiskonar innanlands- og heimsvandamál rædd og jafnvel leyst. Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd.

Birtist fyrst í Vestfirðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér