fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Tannlækningar: Vantar milljarð

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. september 2017 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári vantaði 1 milljarð króna upp á að ríkið endurgreiddi elli- og örorkulífeyrisþegum 75% af kostnaði þeirra við tannlækningar. Tannlæknar tóku 2.270 milljónir króna fyrir þjónustu sína við lífeyrisþega og Sjúkratryggingar endurgreiddu aðeins 607 milljónir króna eða 27%. Samkvæmt ákvæðum reglugerðar um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar ber ríkinu að endurgreiða 75%.

Ef notað er hlutfallið á milli verðs 201 skv. BASA og gjaldskrá SÍ þyrftu greiðslur SÍ að hækka úr 607 mkr. í 1.587 mkr. á ári eða um 980 milljónir króna. En ef miðað er við 75% af gjaldinu til tannlækna hefði endurgreiðslufjárhæðin þurft að vera 1.707 milljónir króna. Miðað við þá tölu vantaði 1.100 milljónir kóna á síðasta ári upp á að ná tilgreindri endurgreiðslu til elli- og örorkulífeyrisþega.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins Vestfirðir hefur allt frá árinu 2004 dregið sundur með ákvæðinu um 75% endurgreiðslu og því sem elli- og örorkulífeyirsþegar hafa í raun fengið endurgreitt. Það hefur gerst á þann hátt að endurgreiðslan er ekki miðuð við reikning tannlæknis heldur gjaldskrá sem Sjúkratryggingum Íslands er gert að greiða eftir. Uppsöfnuð greiðsla sjúklinga til tannlæknis  frá 2005 til 2017  nemur 17,5 milljörðum króna á verðlagi hvers árs. Samanlagðar endurgreiðslur ríkisins eru 6,2 milljraðar króna, en hefðu miðað við 75% endurgreiðslu átt að vera 13,1 milljarður króna. Mismunurinn er 6,9 milljarðar króna sem ríkið hefur velt yfir á sjúklinga. Verðlag hefur hækkað um liðlega 80% á tímabilinu. Einföld nálgun á fjárhæðinni yfir á verðlag í dag er að hækkað hana um 40%. Miðað við það jafngiltu vanefndir ríkisins um 10 milljörðum króna á verðlagi í dag. Athuga ber að þetta er áætlun, en það þyrfti að brjóta tölurnar niður á hvert ár og framreikna þær síðan til verðlags í dag til þess að fá nákvæma tölu.

Tekjulágir hrekjast frá tannlæknaþjónustu

Það er heilbrigðisráðherra sem ákveður gjaldskrána sem endurgreiðslur miðast við.  Í lögunum um sjúkratryggingar eru engin ákvæði um hlutfallið sem endurgreiða á heldur er ráðherranum falið „að kveða á um nánari skilyrði og takmörkun greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna tannlækninga og tannréttinga“ eins og segir í 20. grein laganna. Í reglugerðinni er hlutfallið ákveðið 75% en farin sú leið að miða ekki við raunkostnað sjúklings heldur gjaldskrá sem ríkið ákveður. Sú gjaldskrá hefur verið lægri en nemur kostnaði tannlækna og bilið þarna á milli hefur farð vaxandi með árunum. Staðan er sú að þarna munar um 1 milljarði króna á ári sem ríkið sparar sér. Samkvæmt upplýsingum blaðsins Vestfirðir eru afleiðingin sú að fjölmargir elli- og örorkulífeyrisþegar hafa ekki efni á nauðsynlegum tannviðgerðum og fara ekki til tannlæknis.

Það hefur þær afleiðingar að tölur Sjúkratrygginga Íslands endurspegla ekki raunveruleg þörf fyrir tannlæknaþjónustu lífeyrisþega. Öryrkjabandalagið hefur vakið athygli á þessum vanda og tannlæknar vitna um að öryrkja sæki ekki þeirra þjónustu. Í Ríkisútvarpinu var rætt við þáverandi heilbrigðisráðherra Kristján þór Júlíusson fyrir tveimur árum um málið. Sagðist hann vera allur af vilja gerður en að ekki væru til fleiri krónur í kassanum og ekki útlit fyrir að það breyttist.

Birtist fyrst í Vestfirðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“