fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Sóley hjólar í Katrínu og Kolbein: „Skilningsleysi og eiginlega móðgun“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 20. september 2017 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarson Proppé þingmaður Vinstri grænna, Sóley Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir formaður. Samsett mynd/DV

Sóley Tómasdóttir fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir málflutning Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Kolbein Óttarsonar Proppé vera til marks um skilningsleysi og vera eiginlega móðgun.

Í viðtali á Vísi í gær sagði Katrín að hún stefndi á að leiða félagshyggjustjórn eftir kosningar og að flokkurinn eigi að fara fram með sömu áherslur og fyrir síðustu kosningar. Í grein í Fréttablaðinu í dag tekur Kolbeinn í sama streng og segir kosningarnar tækifæri til að sýna það í verki að Vinstri grænir vilji að samfélaginu sé stýrt á félagslegum forsendum.

Sóley segir á Fésbók í dag að málflutningur þeirra sé móðgun:

Eins vænt og mér þykir um stefnu og hugmyndafræði hreyfingarinnar, þá finnst mér þetta til marks um skilningsleysi og eiginlega móðgun við fólkið sem bylti,

segir Sóley og bætir við:

Þetta einstaka tækifæri sem okkur gefst nú til að hafna Sjálfstæðisflokknum datt ekki af himnum ofan. Það varð til vegna þess að samfélaginu blöskraði hversu léttvægt hefur verið farið með málaflokk kynferðisbrota, allt frá nauðgunarmenningunni sem elur þau af sér til uppreistar æru glæpamannanna.

Segir hún það að halda áfram með óbreytta stefnu sé taktlaust og óviðeigandi:

Þessi kosningabarátta má vel snúast um fátækt, hag þeirra sem verst standa, samneyslu og opna stjórnsýslu. En það verður að gerast á femínískum forsendum. Það verður að setja það í samhengi við áðurnefnda nauðgunarmenningu, samtryggingu ofbeldismannanna, úrræðaleysi fátækra kvenna í ofbeldissamböndum og stjórnsýsluna sem tekur ekki á þessum málum.

Sóley segir kvenfrelsi hljóti að eiga að vera kjarni kosningabaráttunnar í ár, líkt og félagslegt réttlæti var kjarni kosningabaráttunnar eftir hrun:

Það er miður að sjá hvorki votta fyrir femínískri hugmyndafræði í þessari grein né áherslum formannsins í viðtali við Vísi í gær. En vonandi verður breyting þar á fyrir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík