fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Píratar leita að frambjóðendum í prófkjör

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 20. september 2017 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar á kosninganótt í fyrra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Píratar hafa opnað fyrir skráningar frambjóðenda í prófkjörum um allt land og leita þeir nú að frambjóðendum. Hver sem er getur boðið sig fram í prófkjörinu ef viðkomandi skráir sig í flokkinn en aðeins þeir sem hafa verið skráðir í flokkinn í meira en 30 daga hafa atkvæðisrétt.

Framboðsfrestur  í öllum kjördæmum rennur út laugardaginn 23. septemer klukkan 15.00. Kosning  í kosningakerfi Pírata á x.piratar.is hefst sama dag og stendur í eina viku.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum að Reykjavíkurkjördæmin verði með sameiginlegt framboð. Í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi verður opið prófkjör þar sem allir skráðir Píratar á landsvísu geta kosið.

Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi verður lokað prófkjör þar sem aðeins þeir skráðu Píratar sem hafa atkvæðisrétt í hvoru kjördæmi fyrir sig hafa atkvæðisrétt.

Hér er hægt að sjá yfirlitssíðu prófkjöra Pírata vegna komandi Alþingiskosninganna og er þar hægt að velja kjördæmi til að fá nánari upplýsingar um prófkjörsreglur í hverju kjördæmi fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin