fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Borgarfulltrúum fjölgað í 23 – Sjálfstæðismenn á móti

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 19. september 2017 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðhús Reykjavíkur

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23, eða sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Afgreiðslu tillögu um fjölda borgarfulltrúa var frestað á fundi borgarstjórnar í sumar þar sem ráðherra sveitarstjórnarmála hafði boðað frumvarp sem fól í sér breytingu á lágmarksfjölda borgarfulltrúa úr 23 í 15, sem er núverandi fjöldi borgarfulltrúa. Málið var tekið fyrir á fundi borgarstjórnar í dag í ljósi atburða síðustu daga, þar sem ríkisstjórnin hefur beðist lausnar, starfsstjórn er við völd og dagskrá og verkefni Alþingis næstu vikur í uppnámi. Jafnframt kom fram í fréttum í síðustu viku að ekki var full samstaða um málið í þingflokkum þáverandi stjórnarflokka á Alþingi. Tillaga meirihlutans var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 4.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti fyrir hönd flokksins tillögu með áskorun á Alþingi  um að veita borgarstjórn sjálfdæmi um hvort borgarfulltrúum verði fjölgað við næstu borgarstjórnarkosningar eða ekki. Borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknar og flugvallarvina vísuðu tillögu Sjálfstæðisflokksins frá en samþykktu í staðinn sérstaka tillögu sem kveður á um að borgarfulltrúum verði fjölgað í 23 í næstu kosningum.

Kjartan segir að með því að vísa tillögunni frá en samþykkja um leið tillögu um fjölgun borgarfulltrúa í 23 hafi borgarfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknar og flugvallarvina tekið skýra afstöðu með fjölgun borgarfulltrúa:

Þar sem um sé að ræða útþenslu kerfisins þurfi það ekki að koma á óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgarfulltrúa með sérstakri velþóknun,

segir Kjartan:

Þeir telja slíka fjölgun og kostnaðaraukningu í yfirstjórn vera af hinu góða á sama tíma og ekki tekst að manna stöður lögbundinnar grunnþjónustu í þágu barna og unglinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík