fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Framsóknarflokkurinn kominn í kosningagír: „Það hefur oft verið þörf, en nú er nauðsyn“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 19. september 2017 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Mynd: Sigtryggur Ari.

Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar hófst formlega í gærkvöldi þegar Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti í Reykjavík suður, fundaði í höfuðstöðvum flokksins í gærkvöldi. Húsfylli var á fundinum þar sem var rætt um stjórnmálaástandið og stöðuna í íslenskum stjórnmálum.

,,Ég er bjartsýn á næstu daga og vikur. Það má segja að kosningabaráttan í Reykjavík hafi farið formlega af stað hjá okkur í kvöld á mjög fjölmennum fundi um stjórnmálaástandið á Íslandi,

segir Lilja. Hún segir fundinn hafa einkennist af jákvæðni og samstöðu um að gera vel í komandi kosningum:

 Það hefur oft verið þörf, en nú er nauðsyn á ábyrgum flokkum sem sýnt af stöðugleika og getu til að koma verkefnum í framkvæmd.

Frá fundi Framsóknarflokksins í gærkvöldi.

Lilja segir að þar sem fjárlagafrumvarpið er komið fram þá sjáist það svart á hvítu hvaða leið ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafi ákveðið að fara:

„Stöðnun og öll fögur loforð nýju flokkana, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um ríkulega innspýtingu í hin ýmsu mál reyndust á endanum aðeins orðin tóm. Við segjum hins vegar – eftir góða stjórnun efnahagsamála síðustu ára undir forystu Framsóknarflokksins er komið svigrúm til þess að gefa í og stuðla að framförum.“

Eygló Harðardóttir oddviti í Suðvesturkjördæmi hefur gefið það út að hún muni ekki gefa kost á sér, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir gefur kost á sér sem oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samkvæmt upplýsingum innan Framsóknarflokksins mun flokkurinn funda í kvöld um framhaldið, kjördæmaþing eiga eftir að funda um hvernig skipa eigi á lista flokksins en gera má ráð fyrir að búið verði að stilla upp á lista í byrjun október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík