Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar hófst formlega í gærkvöldi þegar Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti í Reykjavík suður, fundaði í höfuðstöðvum flokksins í gærkvöldi. Húsfylli var á fundinum þar sem var rætt um stjórnmálaástandið og stöðuna í íslenskum stjórnmálum.
,,Ég er bjartsýn á næstu daga og vikur. Það má segja að kosningabaráttan í Reykjavík hafi farið formlega af stað hjá okkur í kvöld á mjög fjölmennum fundi um stjórnmálaástandið á Íslandi,
segir Lilja. Hún segir fundinn hafa einkennist af jákvæðni og samstöðu um að gera vel í komandi kosningum:
Það hefur oft verið þörf, en nú er nauðsyn á ábyrgum flokkum sem sýnt af stöðugleika og getu til að koma verkefnum í framkvæmd.
Lilja segir að þar sem fjárlagafrumvarpið er komið fram þá sjáist það svart á hvítu hvaða leið ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafi ákveðið að fara:
„Stöðnun og öll fögur loforð nýju flokkana, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um ríkulega innspýtingu í hin ýmsu mál reyndust á endanum aðeins orðin tóm. Við segjum hins vegar – eftir góða stjórnun efnahagsamála síðustu ára undir forystu Framsóknarflokksins er komið svigrúm til þess að gefa í og stuðla að framförum.“
Eygló Harðardóttir oddviti í Suðvesturkjördæmi hefur gefið það út að hún muni ekki gefa kost á sér, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir gefur kost á sér sem oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samkvæmt upplýsingum innan Framsóknarflokksins mun flokkurinn funda í kvöld um framhaldið, kjördæmaþing eiga eftir að funda um hvernig skipa eigi á lista flokksins en gera má ráð fyrir að búið verði að stilla upp á lista í byrjun október.