fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Guðfinna ætlar á þing

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 19. september 2017 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina stefnir á þing. Tilkynnti hún á fjölmennum fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi ákvörðun sína að gefa kost á sér í 1.sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum.

Karl Garðarsson bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum, en hann náði ekki inn á þing.

Guðfinna gengt embætti borgarfulltrúa frá árinu 2014.

Búast má við fleiri tilkynningum af þessum toga innan Framsóknarflokksins en Eygló Harðardóttir oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag munu þau Sigurður Ingi Jóhannsson formaður og oddviti í Suðurkjördæmi, Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Suðurkjördæmis, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti í Norðausturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson oddviti í Norðvesturkjördæmi, Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Norðvesturkjördæmis og Lilja Alfreðsdóttir oddviti í Reykjavík suður gefa öll kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Þórunn Egilsdóttir þingmaður Norðausturkjördæmis hefur ekki tekið ákvörðun hvort hún bjóði sig fram á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?