Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina stefnir á þing. Tilkynnti hún á fjölmennum fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi ákvörðun sína að gefa kost á sér í 1.sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum.
Karl Garðarsson bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum, en hann náði ekki inn á þing.
Guðfinna gengt embætti borgarfulltrúa frá árinu 2014.
Búast má við fleiri tilkynningum af þessum toga innan Framsóknarflokksins en Eygló Harðardóttir oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag munu þau Sigurður Ingi Jóhannsson formaður og oddviti í Suðurkjördæmi, Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Suðurkjördæmis, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti í Norðausturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson oddviti í Norðvesturkjördæmi, Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Norðvesturkjördæmis og Lilja Alfreðsdóttir oddviti í Reykjavík suður gefa öll kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Þórunn Egilsdóttir þingmaður Norðausturkjördæmis hefur ekki tekið ákvörðun hvort hún bjóði sig fram á ný.