fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

VG og Sjálfstæðisflokkurinn jafnstór – Flokkur fólksins stærri en Framsókn og Samfylking

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 19. september 2017 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með jafn mikið fylgi, eða 23%, í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og svöruðu 800 manns. 64% þeirra sem náðist í tóku afstöðu og því geta niðurstöðurnar breyst talsvert eftir því sem fleiri taka ákvörðun.

Píratar eru þriðju stærsti flokkurinn með 13,7% fylgi. Athygli vekur að Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Mælist Flokkur fólksins með 11% fylgi. Framsóknarflokkurinn með rúmlega 10% fylgi. Björt framtíð með 7% fylgi. Viðreisn og Samfylkingin reka svo lestina með 5% fylgi. Ef kosið yrði í dag myndu því átta flokkar ná inn manni á Alþingi, metið var slegið í síðustu kosningum þegar sjö flokkar náðu manni á þing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?