Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með jafn mikið fylgi, eða 23%, í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og svöruðu 800 manns. 64% þeirra sem náðist í tóku afstöðu og því geta niðurstöðurnar breyst talsvert eftir því sem fleiri taka ákvörðun.
Píratar eru þriðju stærsti flokkurinn með 13,7% fylgi. Athygli vekur að Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Mælist Flokkur fólksins með 11% fylgi. Framsóknarflokkurinn með rúmlega 10% fylgi. Björt framtíð með 7% fylgi. Viðreisn og Samfylkingin reka svo lestina með 5% fylgi. Ef kosið yrði í dag myndu því átta flokkar ná inn manni á Alþingi, metið var slegið í síðustu kosningum þegar sjö flokkar náðu manni á þing.