fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Svara „rannsóknarblaðamennsku“ Björns Bjarnasonar: „Ekkert getur leynt farið lengur“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 24. október 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar, Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og Aðalsteinn Kjartansson fréttamaður RÚV. Samsett mynd/DV

Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður á RÚV, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, eru systkini. Þau hafa ekki gert mikið til þess að fela þessa staðreynd en Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra og náfrænda Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, virðist hafa verið nokkuð brugðið þegar hann komst að þessum blóðtengslum á sunnudaginn.

Björn lét þennan ættfræðimola fljóta með í harði gagnrýni á vefsíðu sinni á fréttir Stundarinnar og RÚV um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis.

Sjá einnig: Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Aðalsteinn brást við þessu útspili Björns á Facebook með því að gera grín að rannsóknarblaðamannshæfileikum Björns:

Víða leynast rannsóknarblaðamennirnir! Nú hefur það verið afhjúpað að við Ingibjörg Dögg séum systkini. Ekkert getur leynt farið lengur.

Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri Stundarinnar, svaraði Birni einnig á Facebook og furðar sig á að kjarni þessa máls sé að fréttamaður á RÚV er bróðir ritstjóra Stundarinnar og því þurfi að leggja RÚV niður eftir að báðir miðlar hafi fjallað um samskipti Bjarna Ben. og Glitnis:

Íslensk stjórnmál:

1. Það skiptir höfuðmáli að fréttamaður á RÚV er bróðir ritstjóra Stundarinnar. Því þurfi að leggja niður RÚV eftir umfjöllun um viðskipti og hagsmunaárekstra forsætisráðherra og fjölskyldu hans.

2. Það skiptir engu máli að nánustu ættingjar þingmanns forði milljörðum út úr banka og sjóðum banka á sama tíma og þingmaðurinn er á kafi í innstu vandræðum bankans sem kjörinn fulltrúi – og samhliða því að hann sjálfur forðar stórfé – sem hann sagði ósatt um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu