fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 23. október 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála.

Í dag er spurt:

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.

 

Björt framtíð – X-A

 

Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem vill aðskilnað ríkis og kirkju og telur að hún eigi að fjármagna sig með félagsgjöldum eða eftir atvikum með öðrum hætti, eins og önnur frjáls félagasamtök.

 

Viðreisn – X-C

 

Stefna Viðreisnar er að aðskilja beri ríki og kirkju á þeirri grunnforsendu að stjórnvöld eigi ekki að taka afstöðu í trúarlegum efnum eða hygla einstökum trúar- og lífsskoðunarhópum fram yfir aðra.

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er Alþingi heimilt að breyta sambandi ríkis og kirkju með lögum (62. gr.), en slíka ákvörðun skal bera undir þjóðaratkvæði (79. gr.).

Frá 1907 hafa íslensk stjórnvöld nokkrum sinnum gert samkomulag við Þjóðkirkjuna, m.a. vegna álitaefna varðandi yfirtöku ríkisins á kirkjujörðum. Núgildandi samkomulag, frá árinu 1997, miðast við að ríkið greiði laun tiltekins fjölda starfsmanna Þjóðkirkjunnar. Ljóst er að breytingar á því fyrirkomulagi krefjast þess að umræddir samningar verði endurskoðaðir.

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn – X-D

 

Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2015:

Áhrif kristni á íslenskt samfélag hafa bæði sögu- og menningarlega þýðingu. Aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi.

Aðskilja þarf ríki og kirkju með farsæld þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar að leiðarljósi.

Íslensk menning og samfélag er mótað af kristilegum gildum og viðhorfum um aldir. Í dag er sótt að  þeim gildum og því ber nauðsyn til að vera á varðbergi og hlúa að kirkju og kr istni sem hluta af þeirri vestrænu arfleifð sem er grunnur íslensks samfélags, menningar og lýðræðishefðar. Hluti af því að rækta þessa arfleifð er að nemendur í skólum landsins fari ekki á mis við kristnifræðslu.

 

Píratar – X-P

 

Píratar eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, og vilja ekki mismuna milli trúarskoðana fólks. Píratar töldu forgangsröðun stjórnvalda ranga í fjárlögum þessa árs þegar ákveðið var að auka útgjöld til þjóðkirkjunnar frekar en heilbrigðisþjónustunnar. Nauðsynlegt er að endurskoða kirkjujarðasamkomulagið og ná sanngjarnri niðurstöðu sem er minna sligandi fyrir ríkissjóð, en síðan má vel skoða önnur og hófsamari fyrirkomulög varðandi fjárstyrki til trúfélaga svo framarlega sem ríkið ryðst ekki inn á einkalíf borgara með því að halda skrá yfir trúarskoðanir fólks.

Í stefnu Pírata segir:

Stefna beri að fullum og algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Um Þjóðkirkjuna gildi sömu lög og reglur og um önnur trúar- og lífsskoðunarfélög.
1. Endurskoða beri samninga ríkisins við Þjóðkirkjuna um kirkjujarðir (frá 1997) og prestsetur (frá 2006) með tilliti til:
2. a) Þess hvort greiðslur ríkisins séu sanngjarnar og eðlilegar miðað við þær eignir sem um ræðir.
3. b) Þess hvort skynsamlegra sé að greiðslur ríkisins verði skilgreindar sem afborganir heldur en sem greiðslur fyrir afnot.

 

Alþýðufylkingin  – X-R

 

Alþýðufylkingin vill jafnræði trúar- og lífsskoðana. Líklega yrði erfitt að ná því öðru vísi en með aðskilnaði ríkis og kirkju. Flokkurinn hefur það ekki á stefnuskránni að aðskilja endilega, en mjög margir frambjóðendur hans eru þó á þeirri skopun.

 

Samfylkingin – X-S

Já, Þjóðkirkjan verður að vera á fjárlögunum enda kveða samningar ríkisins við Þjóðkirkjuna á um það.

Í þessu samhengi er rétt á að minna á samþykktir Samfylkingarinnar um trú og lífsskoðanir. Þar kemur m.a. fram að vinna eigi að því að að ríki og kirkja verði aðskilin. Samþykkt Samfylkingarinnar frá landsfundi 2015:

Trú og lífsskoðanir

Samfylkingin telur að samfélag sem byggir á lýðræði og mannréttindum, þar sem fjölbreytileiki og fjölmenning eru hluti þess, er samfélagsgerð sem tryggir jafna stöðu allra. Samfélag þar sem allar trúar- og lífsskoðanir geta þrifist án mismunar er það samfélag sem Samfylkingin mun beita sér fyrir.

Mikilvægt er að standa vörð um trú- og sannfæringafrelsi fólks og rétt þess til að iðka og fylgja trú sinni eða vera án hennar, auk þess að tryggja að mismunun eigi sér ekki stað. Samfylkingin styður menningarfjölbreytni á Íslandi. Samfylkingin vinnur að hlutleysi ríkisvaldsins gagnvart lífsskoðunum hvort sem þær eru af trúarlegum eða veraldlegum toga.

Námsskrár grunn- og leikskóla árétta nú þegar mikilvægi fræðslu um lífsskoðanir, bæði trúarlegar og veraldlegar, auk siðfræði- og heimspekikennslu, með það að markmiði að undirbúa börn undir það að verða virkir og ábyrgir þátttakendur í fjölmenningarlegu lýðræðissamfélagi.

Til að tryggja jafna stöðu allra trúar- og lífsskoðanafélaga og skapa samfélag án mismununar telur Samfylkingin nauðsynlegt að:

  • slík félög hafi öll sömu stöðu innan samfélagsins og gagnvart ríkisvaldinu.
  • vinna að því að gerð verði skýr aðgerðaráætlun sem miði að því að ríki og kirkja verði aðskilin.

 

Vinstrihreyfingin grænt framboð – X-V

 

Fram kemur í ályktun landsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2013:

Mikilvægt er að víðtæk sátt náist  um samstarf ríkis og trúfélaga og telur fundurinn mikið verk óunnið í þeim efnum. Landsfundur áréttar þá afstöðu sína að aðskilja eigi þjóðkirkju og ríkisvald og að afnema skuli 125. gr.  almennra hegningarlaga um guðlast. Þá leggur landsfundur ríka áherslu á réttindi barna til að fá hlutlausa fræðslu um trúarbrögð og að þátttaka í trúarlegu starfi fari fram á vegum trúfélaga, utan opinberra stofnana og þar með talið skóla.

Landsfundur telur að taka þurfi til gagngerrar skoðunar reglur er varða útfarir, með hliðsjón af trúfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti fólks.

Sjá einnig:

Þrjú helstu atriðin sem flokkurinn setur á oddinn í kosningabaráttunni

Velferðarmálin og almannatryggingar

Efnahags- og atvinnumál

Mennta- og menningarmál

Utanríkismál

Stjórnkerfið

Það sem kjósendur ættu að varast

Umhverfismál

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Samgöngumál

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Stjórnarskráin

Húsnæðismál

Sjávarútvegsmál

Uppreist æra

Málefni krabbameinssjúklinga

Útlendingamál

Landbúnaðarmál

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu