fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 23. október 2017 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR.

Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi Samfylkingar minnkar aftur á móti á milli mælinga og er nú í 13,5%, samanborið við 15,8% í síðustu mælingu. Jafnframt fækkar fylgjendum Pírata á milli mælinga og mældust nú 9,3% en mældust 11,9% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina hækkaði milli mælinga. Kváðust 25,7% styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 23,8% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 12,3% og mældist 11,0% í síðustu könnun MMR.
Fylgi Framsóknar mældist nú 8,6% og mældist 8,0% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 5,5% og mældist 6,7% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,7% og mældist 5,3% í síðustu könnun.
Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 1,8% og mældist 1,6% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,3% samanlagt.

Könnunin var gerð dagana 20. til 23. október 2017, svarfjöldi taldi 979 einstaklinga, 18 ára og eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu