fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 21. október 2017 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi á Vestfjörðum til fyrra horfs? 

Gylfi Ólafsson, Viðreisn.

Vandamál sjávarbyggðanna er ekki bara flutningur aflaheimilda heldur tæknivæðing. Bolvíkingar hafa til dæmis aldrei veitt meiri bolfisk en samt fækkar störfum. Eins freistandi og það er að lofa meiri kvóta væri það eingöngu tímabundin ráðstöfun.

Ég tel því að stærsta einstaka lausnin felist í því að stjórnvöld skapi skilvirkt stjórnkerfi sem stuðlar að umhverfisvænu og öruggu fiskeldi, þar sem vísindaleg sjónarmið eru höfð að leiðarljósi og tryggt er að slys eigi sér ekki stað. Ég fullyrði að það er hægt að gefa grænt ljós fyrir áramót fyrir eldi við Ísafjarðardjúp.

Nefnd sem Þorgerður Katrín skipaði um nýtt fyrirkomulag byggðakvóta skilaði af sér í sumar og unnið er að lagalegri útfærslu þeirra tillagna í ráðuneytinu. Þar er skerpt á þeim markmiðum um byggðafestu sem byggðakvótanum hefur alla tíð verið ætlað. Með tillögunum er sjálfræði sveitarfélaganna aukið svo þau geti ráðstafað byggðakvótanum með skynsamari hætti.

Að öðru leyti þarf að jafna búsetuskilyrði almennt; bæta heilbrigðisþjónustu, samgöngur og styrkja menntakerfið.  Þá ættu útflutningsatvinnugreinar eins og sjávarútvegurinn að leggjast á árar með okkur í Viðreisn að skoða aðra kosti í peningamálum en íslensku krónuna sem viðheldur háu vaxtastigi og reglulegum rússíbanaferðum gengisóstöðugleika.

Gylfi Ólafsson, Viðreisn.

Birtist fyrst í Vestfirðir. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi