fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Össur segir Sigmund Davíð kominn langt með að tryggja vinstri stjórn eftir kosningar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Sigtryggur Ari

„Sigmundur Davíð er kominn langleiðina með að tryggja að einhvers konar vinstri stjórn er líklegasta niðurstaða komandi þingkosninga,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, á Facebook-síðu sinni.

„Hann er búinn að ryksuga upp fylgi Flokks fólksins, rústa Framsókn, og hefur séð til þess ásamt Þórólfi sýslumanni Halldórssyni, lögbannara, að læsa Sjálfstæðisflokkinn fastan í 21-22% fylgi,“ segir Össur og bætir við að í gamla daga hefði Morgunblaðið kallað svona mann “nytsaman sakleysingja”.

Nú þegar eru aðeins tíu dagar til kosninga mælast tveir flokkar með áberandi mest fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtust í dag mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9 prósenta fylgi á meðan Vinstri græna fylgja á eftir með 19,1 prósents fylgi.

 

Össur Skarphéðinsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Flokkur fólksins, sem hafði verið á talsverðri siglingu undanfarnar vikur, mælist með 5,3 prósenta fylgi eftir að hafa mælst með 7,4 prósenta fylgi í könnun fyrir viku síðan. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er síðan með vind í seglinn en flokkurinn mælist með 11,0 prósenta fylgi á meðan Framsóknarflokkurinn mælist með 8 prósenta fylgi. Báðir flokkar hafa bætt við sig fylgi frá síðustu könnun.

Samfylkingin virðist vera komin á siglingu og mælist fylgi flokksins nú 15,8 prósent. Á einum mánuði hefur stuðningur við Samfylkinguna aukist um 5,4 prósentustig. Píratar eru fjórði stærsti flokkurinn, samkvæmt könnun MMR, með 11,9 prósenta fylgi eftir að hafa mælst með 10,5 prósenta fylgi.

Björt framtíð næðu ekki manni inn samkvæmt könnun MMR.

Uppfært: Í niðurlagi sagði að Viðreisn myndi ekki ná manni inn á þing samkvæmt könnun MMR. Það er rangt. Viðreisn mældist með 6,7 prósent fylgi og fengi þá fjóra menn. Beðist er velvirðingar á þessu mistökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB