fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Þriðjungur hlutabréfa í Arion banka verði afhentur öllum Íslendingum til jafns

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 16. október 2017 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ríkið mun nýta forkaupsrétt sinn í Arion banka og þriðjungur hlutabréfa í bankanum afhentur öllum Íslendingum til jafns ef tillögur Miðflokksins um endurskipulagningu fjármálakerfisins ná fram að ganga.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kynnti kosningaáherslur flokksins á fundi flokksins í Rúgbrauðsgerðinni í gær við góðar undirtektir fundargesta. Þeir höfðu beðið eftir stefnumálum þessa yngsta stjórnmálaafls landsins með nokkurri eftirvæntingu.

„Það er ákaflega mikilvægt verkefni að klára endurskipulagningu fjármálakerfisins og þessi stefna sem við kynntum í gær miðar að því að búa fjármálakerfi Íslands undir framtíðina, og þær miklu breytingar sem eru í vændum, og að tryggja að fjármálakerfi landsins sé til framtíðar í þjónustu almennings en ekki öfugt“ segir Sigmundur Davíð.

Í tillögum Miðflokksins er gert ráð fyrir því að ríkið nýti forkaupsrétt sinn að Arion banka og minnki svo bankann, eins og hina stóru bankana, með því að greiða út umfram eigið fé til ríkisins. Eftir yfirtöku ríkisins á Arion banka verði svo þriðjungur bankans seldur eftir opið alþjóðlegt útboð. Annar þriðjungur hlutabréfa verði hins vegar afhentur öllum Íslendingum eftir ákveðnu ferli.

„Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta er allt liður í heildaráætlun þar sem eitt styður við annað. Við gerum ráð fyrir að hver Íslendingur sem verður lifandi einhvern tímann á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignist hlutabréf í bankanum en ekki verði heimilt að selja bréfin fyrr en að þremur árum liðnum í fyrsta lagi“ segir Sigmundur.

„Ríkið muni svo halda ráðandi hlut í bankanum og selja hann ekki fyrr en komin er reynsla á fyrirkomulagið og markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum.“

Sigmundur segir að með þessari framkvæmd tryggi ríkið hagsmuni sína og komi í veg fyrir aö vogunarsjóðir selji sjálfum sér bankann á undirverði.

„Með því að nýta forkaupsrétt ríkisins í Arion banka losnum við líka við áhrif vogunarsjóða sem eigenda úr bankakerfinu, sem er eitt af grunnatriðum þess að byggja upp heilbrigt fjármálakerfi hér á landi til framtíðar, kerfi sem getur þjónað almenningi, fyrirtækjum og hagsmunum þjóðarinnar betur en nú.“

Arion er ekki eini bankinn sem er undir í tillögum Miðflokksins um endurskipulagningu fjármálakerfisins.

„Nei, það er rétt, ef maður ætlar að endurskipuleggja heilt fjármálakerfi þá er ekki nóg að taka bara á einum hluta þess. Eitt af markmiðum endurskipulagningarinnar er að auka samkeppni á bankamarkaði á Íslandi, svo að almenningi og fyrirtækjum bjóðist betri kjör í viðskiptum við bankana. Við leggjum til að það verði strax hafist handa við að selja Íslandsbanka til erlends banka með sem er tilbúinn að veita þjónustu á Íslandi í að minnsta kosti 10 ár, eftir skýrri langtímasýn.“

Landsbankinn verður áfram í ríkiseigu samkvæmt tillögunum en gert er ráð fyrir að nýr dótturbanki verði stofnaður, netbanki með það meginhlutverk að bjóða lægri vexti og leiða fjármálakerfið inn í breyttan heim, eins og það er orðað. Gert er ráð fyrir lágmarks rekstrarkostnaði og lítilli áhættusækni með það að markmiði að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarks vaxtamun, og að lánað verði fyrst og fremst til húsnæðiskaupa einstaklinga og fjölskyldna og til smærri fyrirtækja með traust veð.

Á undanförnum árum hefur Sigmundur Davíð gagnrýnt Seðlabankann ítrekað fyrir vaxtastefnu sína. Í tillögum Miðflokksins nú er boðuð setning nýrra laga um Seðlabankann.

„Það er mikilvægt að setja það sem skýrt hlutverk Seðlabankans að stuðla að aukinni samkeppni á íslenskum bankamarkaði, og slíkt er þekkt hjá öðrum þjóðum, t.d. hjá Seðlabanka Englands. Samhliða því skiptir miklu máli að peningastefna Seðlabankans verði endurskoðuð. Vextir eru of háir og það er of þröngt að huga aðeins að vísitölu verðlags. Fleiri þætti verður að taka inn í myndina, t.d. hættu af óhóflegu innflæði vegna vaxtamunar miðað við útlönd“ segir Sigmundur. „Án verðtryggingar hafa hagstjórnartæki Seðlabankans svo meiri áhrif.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar