fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Stuðningur eykst við inngöngu Íslands í ESB – Meirihluti stuðningsmanna VG með inngöngu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 16. október 2017 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

40,2% landsmanna vill að Ísland gangi inn í Evrópusambandið, er það nokkur fjölgun frá því í febrúar á þessu ári þegar 33,9% landsmanna vildu ganga í ESB. Töluverður meirihluti, eða 59,8% landsmanna, er á móti inngöngu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Gallup sem gerð var fyrir samtökin Já Íslands í september síðastliðnum og greint er frá á vef Kjarnans. Mikill munur er á afstöðu landsmanna eftir aldri, menntun, búsetu og eftir því hvaða stjórnmálaflokk viðkomandi styður. Athygli vekur að meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna, eða 51% styður aðild Íslands að ESB, en það er andstætt stefnu flokksins.

Gjá milli Reykjavíkur og landsbyggðar

Karlar eru jákvæðari gagnvart aðild að ESB en konur, sem og yngra fólk. Í aldurhópnum 18 til 24 ára segjast 55% myndu örugglega eða sennilega greiða atkvæði með inngöngu Íslands í ESB. Í aldurshópnum 55 ára og eldri myndu hins vegar aðeins 33% greiða atkvæði með inngöngu Íslands í ESB.

Íbúar Reykjavíkur eru hlynntari inngöngu en íbúar annarra sveitarfélaga. Slétt 50% Reykjavíkinga vill ganga í ESB en 40% íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þegar komið er út á land mælist stuðningur við inngöngu Íslands í ESB aðeins 30%.

Munur milli tekjuhópa

Þegar litið er til tekjahópa kemur í ljós að einstaklingar sem tilheyra tekjuhærri hópum er hlynntara inngöngu Íslands í ESB en aðrir. 48% þeirra sem tilheyra hópunum með fjöl­skyldu­tekjur á bil­inu 550 til 799 þús­und krónur á mán­uði og með meira en milljón krónur í fjöl­skyldu­tekjur á mán­uði, vilja ganga í ESB, en aðeins 31% þeirra með fjölskyldutekjur á bilinu 400 til 599 þús­und krónur á mán­uði. 53% háskólamenntaðra vilja ganga í ESB en aðeins 32% þeirra sem eru með grunnskólapróf.

93% stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja ganga í ESB, 79% Pírata og 51% stuðningsmanna Vinstri grænna vilja ganga í ESB. Stuðn­ing­ur­inn er minnstur hjá kjós­endum Flokks fólks­ins, 29%, Sjálf­stæð­is­flokksins, 27% og Fram­sókn­ar­flokks­ins, 24%.

Könnunin var gerð dagana 11-24. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Um var að ræða net­könnun og úrtakið var 1.435 manns um allt land. Allir þátt­tak­endur voru 18 ára og eldri og voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup. Þátt­töku­hlut­fall var 59,5%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera