fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Magnús greiddi 61 þúsund: „Hlakka til að fá allt endurgreitt!“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 13. október 2017 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk nett hjartaflökt eftir síðasta póst hér á fésinu og þurfti að fara á sjúkrahús í tékk út af því. Og einhvern ólundar sting í magann sem ég hef ekki fundið síðan 2007 minnir mig. Allt í fína með það. Við erum með ókeypis heilbrigðisþjónustu svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því.“

Þannig hefst nokkuð meinhæðinn og beittur pistill eftir Magnús Jónsson leikara. Magnús greinir frá því að við innritun hafi hann greitt 3000 krónur. Þá þurfti að taka röntgen mynd og kostaði hún 25 þúsund krónur. Í pistlinum tekur Magnús fyrir breytingar á heilbrigðiskerfinu sem hafa verið nokkuð umdeildar. Breytingarnar eiga að vera þeim í hag sem eru langveikir eða þurfa að fara oft til læknis. Stakar heimsóknir geta reynst nokkuð dýrar.

„ … og úr því að ég var komin þangað vildu þau líka taka myndir af maganum sem kostuðu mig 18 þúsund í viðbót en kva, við erum með ókeypis heilbrigðisþjónustu svo ég var frekar áhyggjulaus yfir þessum tölum. Ég er líka listamaður og talnablindur eftir því og treysti því sem er alltaf verið að segja: „Við erum með ókeypis heilbrigðisþjónustu“.

Loks kom niðurstaðan: „Það er allt í lagi með mig. Jeiiii!!!“ segir Magnús og bætir við að kannski hafi verkurinn verið vegna kvíða og stress.

„Svo skrifaði hún upp á lyfseðil handa mér. Jú, ég þarf að taka lyf í nokkra daga við þessu öllu saman sem kosta mig 15.000 krónur en ég er með lyfjakort og fæ þetta niðurgreitt þegar ég er búinn að borga 70 þúsund krónur fyrir lyf yfir árið,“ segir Magnús sem þá var búinn að greiða 61 þúsund krónur. Magnús segir að lokum:

„Hlakka til að fá þetta allt endurgreitt. Skildi eftir bankanúmerið mitt upp á greiðsluna til baka og smellti svo einum broskalli á blaðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við