Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra í Framsóknarflokknum gekk á dögunum í Miðflokk Sigmundar Davíðs. Nú er komið í ljós að Gunnar Bragi mun skipa 1. sæti í Suðvesturkjördæmi. Á Facebook-síðu Miðflokksins segir:
„Oddvitar Miðflokksins á höfuðborgarsvæðinu skelltu sér brosandi út í sólina þegar búið var að skila öllum gögnum til kjörstjórna í morgun.
Þetta þau Þorsteinn Sæmundsson 1. sæti í Reykjavík Suður, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir 1. sæti í Reykjavík Norður og Gunnar Bragi Sveinsson 1. sæti í Suðvestur.“