fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Vilhjálmur vill samfélagsbanka: „Þarf að koma á fjármálakerfi sem hættir að mergsjúga íslenska neytendur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 13. október 2017 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

„Algjörlega sammála því að við erum í dauðafæri til að breyta fjármálakerfinu þannig að það sé í þágu almennings en ekki til þess að neytendur og heimili séu blóðmjólkuð af kerfinu í formi okurvaxta, verðtryggingar og himinhárra þjónustugjalda.“

Þetta segir verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson í pistli á Pressunni. Pistilinn skrifar Vilhjálmur eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Bítinu í morgun. Vilhjálmur segir:

„Ég vil vekja athygli á því að viðskiptabankarnir þrír hafa skilað frá hruni rétt tæpum 700 milljörðum í hagnað m.a. vegna þess að þeim var gefið skotleyfi á íslensk heimili þegar kröfur voru færðar með miklum afslætti frá gömlu yfir í nýju bankana.“

Vilhjálmur segir hagnað bankanna byggjast á þrennu. Okurvöxtum, verðtryggingu og himinháum þjónustugjöldum.

Nú er mál að linni og því þarf að koma á fjármálakerfi sem hættir að mergsjúga íslenska neytendur og því er mikilvægt að komið verði á laggirnar samfélagsbanka íslenskum almenningi til hagsbóta.

Þá endar Vilhjálmur pistilinn á þessum orðum:

Það er með svo miklum ólíkindum að íslenskir neytendur þurfi að greiða 92 þúsund krónum meira í hverjum einasta mánuði í vexti af óverðtryggðu húsnæðisláni en gerist á Norðurlöndunum og því spyr ég hvað er brýnna fyrir íslenska neytendur en að tekið verði á þessum okurvaxtamálum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera