fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Þráinn kemur Steingrími J. til varnar: „Þverhaus og vinnuþjarkur“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 11. október 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon og Þráinn Bertelsson. Samsett mynd/DV

Kvikmyndagerðarmaðurinn og rithöfundurinn Þráinn Bertelsson er byrjaður að láta að sér kveða á Facebook á ný eftir nokkurt hlé. Í dag kemur hann Steingrími J. Sigfússyni til varnar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á þau áform Steingríms að gefa áfram kost á sér fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð og framlengja þannig enn lengur áratuga þingsetu sína.

 Sjá einnig: Steingrímur J. leiðir VG í Norðausturkjördæmi

Það eru margir að segja ljótt um Steingrím J. í tilefni þess að hann ætlar að sitja áfram á þingi. Það er sjálfsagt hægt að finna eitthvað ljótt til að segja um alla menn, en við Steingrímur höfum verið góðir vinir lengur en hann hefur setið á þingi, sem sagt í langan tíma, og hann er sjaldgæfur öðlingur og ágætismaður og auk þess þverhaus og vinnuþjarkur,

segir Þráinn um Steingrím en eins og kunnugt er sat Þráinn um tíma á þingi fyrir VG eftir hrun.

 „Ég skil hann vel að vilja áfram taka þátt í því að smáflokkurinn sem hann stofnaði skuli nú í skoðanakönnunum mælast vera stærsti stjórnmálaflokkur Íslands. Hvort ég verð í kjósendahópnum er önnur saga, en hvað sem tautar og raular og þrátt fyrir allar efasemdir mínar um stjórnmál og stjórnmálamenn hef ég sannfæringu fyrir því að Steingrímur J. Sigfússon hefur gert Íslandi og þjóð sinni mun meira gott en illt.

Og ábyggilega kemur að því að hann víki af þingi, annaðhvort fyrir Elli kerlingu ellegar þá fyrir ungri menntakonu með ferskar hugmyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið