fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Hver á landið og auðlindirnar?

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 9. október 2017 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason skrifar:

Þegar rætt er um fiskveiðimál á Íslandi og hugmyndir um að menn greiði fyrir aðgang að miðunum er viðkvæði þeirra sem eru á móti slíku gjarnan á þann veg að það hafi aldrei kostað neitt að róa til fiskjar hér á landi; hvers vegna ætti núna að fara að rukka fyrir þann aldagamla rétt?

En þá er því til að svara að greiðslur þær sem um er að ræða væru endurgjald fyrir einkaleyfi til fiskveiða á miðunum í kringum landið, einkaleyfi sem tilteknir útgerðar- og eignamenn hafa, og er bæði afar verðmætt og eftirsótt eins og dæmin sanna.

Aðferðin sem farin var þegar ljóst var að takmarka þyrfti aðgang að fiskimiðum landsins, helstu auðlind þjóðarinnar, var ekkert minna en algerlega galin.

 

Einar Kárason rithöfundur og frambjóðandi Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Tökum hliðstætt en ímyndað dæmi af einhverju sem er eftirsótt, en hefur ekkert kostað hingað til. Nærtækt væri að nefna vinsæla ferðamannastaði, og gefum okkur að með hinum vaxandi ferðamannastraumi verði ákveðið að takmarka aðgang að þeim við tiltekinn fjölda á ári; Þingvelli, Ásbyrgi, Gullfoss, Þjórsárver, Skaftafell, Hornstrandir…  En í stað þess að við, þjóðin sem á þetta land, seldi þeim takamarkaða fjölda sem mætti fara á þannig staði leyfi til að skoða, þá yrði sagt: Til að stemma stigu við offjölgun og átroðningi mega hér eftir ekki fara þangað aðrir en þeir sem þar hafa komið á liðnum árum. Þeir fá einkaleyfi, í samræmi við meðalfjölda heimsókna síðustu þrjú ár og þann fjölda sem þeir hafa haft með sér. Þannig myndu rútubílaeigendur, gædar og ferðaskrifstofur eignast megnið af einkaleyfum til að skoða náttúruperlur landsins, eða sýna öðru fólki þær. Og þetta leyfi yrði framseljanlegt, og gengi í erfðir.

Þannig myndu fáir í raun eignast öræfin og þjóðgarðana

Þetta myndi auðvitað sankast á færri hendur. Sumir leyfishafar myndu fljótt selja sig út úr greininni fyrir góðan pening og fara með hann til Tortóla, aðrir myndu veðsetja sinn kvóta mörg ár fram í tímann og kaupa fyrir það eignir í útlöndum, aðrir myndu leigja sín leyfi, selja öðrum sinn aðgang að Snæfellsjökli eða Loðmundarfirði, og lifa af því lúxuslífi við sólböð og golf á Spáni eða Flórída árið um kring. Stærstu eigendur einkaleyfa til að skoða landið myndu að sjálfsögðu reka umfangsmikinn atvinnurekstur á því sviði, með stórum arðgreiðslum og hagnaði sem sumpart væri notaður til að styrkja þá flokka og fjölmiðla sem verja óbreytt ástand.

Þrjátíu árum seinna yrði svo ungur Íslendingur sem hefði áhuga á að sjá landið sitt í rauninni að kaupa til þess leyfi af erfingjum einhvers manns sem ferðaðist þangað fyrir áratugum, eða þeim sem í millitíðinni hafa keypt þann aðgang. Á sama tíma væru handhafa einkaleyfanna, sem þeir fengu ókeypis,  farnir að segja, beint eða óbeint, að þessi langi tími væri að sjálfsögðu búinn að mynda virkan eignarétt, og þrátt fyrir að eitthvað stæði í lögum um að þjóðin ætti landið, þá ættu þeir í rauninni sjálfir fjöllin, heiðarnar og þjóðgarðana, enda hefði þetta gengið kaupum og sölum áratugum saman.

Þetta hljómar auðvitað fáránlega, en svona gekk þetta til með fiskveiðiauðlindina. Einungis jafnaðarmenn hafa frá upphafi reynt að berjast gegn þeirri þróun sem hefur verið í gangi í þessum efnum, og Samfylkingin hefur frá stofnun haft um það skýra stefnu að þjóðin, eigandi auðlindanna, ætti innkalla nýtingarréttinn og bjóða hann svo út.

Þessvegna ættu þeir sem aðhyllast að öll þjóðin eigi landið og auðlindirnar að setja X við S í komandi kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“