fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Guðmundur Andri í klemmu milli Íslands og Kósóvó

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 9. október 2017 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi og er óumdeilanlega ein af vonarstjörnum flokksins fyrir kosningarnar.

Hann hefur boðað til félagsfundar í Samfylkingarhúsinu á Strandgötu í Hafnarfirði klukkan 20 í kvöld. Þar ætlar hann að kynna sig fyrir væntanlegum kjósendum í „léttu spjalli“ .

Svo óheppilega vill hins vegar til að klukkan 18:15 verður flautað til leiks Íslands og Kósóvó í undankeppni HM karla í knattspyrnu. Allt er undir hjá íslenska landsliðinu sem getur tryggt sér þáttökurétt á HM í Rússlandi með sigri. Mikill hugur er í liðinu og landanum eftir frækinn sigur á Tyrkjum þannig að í dag kemst líklega fátt annað en boltinn að í huga þjóðarinnar. Stjórnmál og kosningar munu þurfa að víkja í kvöld.

Hvernig sem leikurinn fer er hætt við að fundur Guðmundar Andra verði fáskipaður þar sem líklegt er að Íslendingar vilji fagna hressilega vinnist leikurinn og að sama skapi verða sjálfsagt fáir í góðum gír fyrir létt spjall fari allt á versta veg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“