fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Herferð forseta í snyrtimennsku

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 9. október 2017 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 15. september síðastliðinn hóf forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, tveggja vikna „Swachhta Hi Seva“ herferð sem snýr að hreinlæti og snyrtimennsku. Er stefnt að allsherjar vitundarvakningu með það að markmiði að reyna að fá Indverja til að ganga betur um umhverfi sitt.

Herferðin hófst í Uttar Pradesh (hérað á Indlandi) með því að taka upp metnaðarfulla stefnu ríkisstjórnarinnar í hreinlætismálum. Herferðin, sem miðar að því að leggja enn þá meira áherslu á hreinlætisráðstefnuna sem Narendra Modi´s ríkisstjórn byrjaði á, sem nefnd var „Swachh Bharat Mission“, og var hleypt af stokkunum frá Kanpur. Forsetinn tók loforð af þegnum sínum um að gera sitt besta að halda umhverfi sínu snyrtilegu.

Þjóðarherferðin mun sjá til þess að fólk frá öllum stéttum, þ.m.t. forsætisráðherra, ráðherrar, þingmenn og frjáls félagasamtök, taki allir þátt í „Shramdaan“ fyrir hreinlæti og uppbyggingu salernisaðstöðu víða. Takist það mun það bæta umhverfi og minnka úrgang fólks á almannafæri. Jafnframt er stefnt að frekari hreinsun á almennings – og ferðamannastöðum.

Þann 17. september munu Indverjar margir í sjálfboðavinnu taka þátt í að þrífa og byggja salerni. Varaforseti Venkaja Naidu heimsótti þorp í Karnataka 17. september og boðaði þáttöku fólks úr öllum stéttum Indlands að taka þátt í uppbyggingu salernis og hvatti fólk til að stunda hreinlæti. 24. september tóku almennir þorpsbúar og sveitarfélög upp sjálfboðavinnu. Hinn 25. september voru svo almenningsstaðir, strætóskýli og sjúkrahús hreinsuð af kappi.

Sérstök herferð sem snýr að hreinleika og snyrtimennsku er fyrirhuguð á 15 öðrum stöðum hófst svo þann 1. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar