fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Bættur efnahagur – betra samfélag

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 8. október 2017 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi skrifar: 

Eða er það svo? Við sáum á spilin í framlögðu fjárlagafrumvarpi hjá fráfarandi ríkisstjórn sem býður upp á sögulega lága samneyslu sem sína framtíðarsýn. Þrátt fyrir að margoft hafi komið fram að þorri fólks í landinu vill t.d. opinbert heilbrigðis- og menntakerfi.

Það dylst engum að það er krefjandi verkefni að tryggja gott velferðarkerfi og framtíð þess. Skipulag dagsins og skýr framtíðarsýn er nauðsynleg, en til þess þarf fjármögnunin að vera traust og breyta þarf áherslum frá því sem verið hefur.

Þar eru skatttekjur mikilvægastar og að mati okkar Vinstri grænna á ekki að leita annað eftir fé til að greiða fyrir velferðarþjónustu. Þá á ekki að krefja sjúkt fólk um greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu eða ungmenni um skólagjöld. Við gerum kröfu um að arður af náttúruauðlindum skili sér til allra landsmanna en ekki til fámennra hagsmunahópa. Við viljum að greiddur sé skattur af fjármagnstekjum sem skili sér í gegnum útsvarið til sveitarfélaga. Það er nóg til af peningum í landinu, þeim þarf bara að skipta með réttlátum hætti og það gerum við m.a. með því að þeir sem meira hafa á milli handanna, þeir allra ríkustu, borgi meira til samneyslunnar. Þannig verður til réttlátara heilbrigðiskerfi og menntakerfi og þannig tryggjum við búsetu um land allt.

Hvenær er rétti tíminn?

Það er ekki ásættanlegt að ungt fólk geti ekki komið sér upp húsnæði nema eiga stönduga að. Ekki heldur að löggæslan sé vanfjármögnuð eða sýslumenn þurfi að fækka fólki eða loka starfsstöðvum vegna fjárskorts, sem líklegast er til að bitna á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Eða að fækka þurfi nemendum í skólum og svo væri lengi hægt að telja. Það er uppgangur í efnahagslífinu, og af hverju eiga öryrkjar, eldri borgarar, börn og ungt fólk, sem er að koma sér upp húsnæði, ekki að njóta? Hvenær er þá rétti tíminn til þess?

Fráfarandi ríkisstjórn minnir okkur í sífellu á efnahagsbatann en hann skilar sér ekki með réttlátum hætti til allra. Þegar betur árar í samfélaginu á að vera forgangsverkefni að tryggja öllum mannsæmandi kjör og mannsæmandi líf, ekki síst lífeyrisþegum sem setið hafa eftir og margir hverjir geta með engu móti náð endum saman með því sem því sem þeim er skammtað. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að stór hópur öryrkja og aldraðra býr við fátækt og samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru öryrkjar sá samfélagshópur sem verst stendur.

Því miður hefur ríkisstjórnin ekki nýtt þau tækifæri sem skapast hafa með auknum efnahagsbata til að bæta kjör þessara hópa eða styrkja heilbrigðisþjónustuna með myndarlegum hætti, en lofar nú öllu fyrir alla, þrátt fyrir framlagt fjárlagafrumvarp, enda að koma kosningar.

Fólkið í forgang

Þjóðin eldist en þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir viðunandi uppbyggingu í öldrunarþjónustu til að mæta þeirri brýnu þörf. Hér erum við að tala um fólkið sem lagði grunninn að því samfélagi sem við búum í. Velferðarkerfi byggist ekki upp af sjálfu sér. Það er ekki hægt að hreykja sér og tala um eitt öflugasta velferðarkerfi í heimi ef við höldum áfram að þola þann ójöfnuð sem hér ríkir.

Í umræðunni um heilbrigðismál er, eðli málsins samkvæmt, oftast talað um Landspítalann og þann fjárskort sem þjóðarsjúkrahúsið býr við. Sjúkrahúsið á Akureyri gleymist þá gjarnan í umræðunni. Það veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu fyrir alla landsmenn og almenna þjónustu í sínu heilbrigðisumdæmi um leið og það er kennslu- og varasjúkrahús Landspítalans. Bæði þessi sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar hafa þörf fyrir aukna fjármuni. En þrátt fyrir að eitthvað hafi verið lagað í kostnaðarþátttöku fólks vegna heilbrigðisþjónustu getum við ekki horft fram hjá því að fólk sem býr í hinum dreifðu byggðum tekur á sig aukinn kostnað vegna heilbrigðisþjónustunnar þar sem það þarf oft og tíðum að sækja um lengri veg eftir þjónustunni auk þess sem gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu er alltof mikil. Mikilvægast er þó að takast á við stöðuna eins og hún er í dag, því á bak við viðkvæmt heilbrigðiskerfi er fólk, sjúklingar og starfsfólk, sem okkur ber að sinna. Það á að vera fremst í forgangsröðinni.

Munurinn á hægri og vinstri er skýr

Munurinn á hægri og vinstri stefnu er alltaf augljós þrátt fyrir að stundum sé öðru haldið fram. Það er aldrei erfitt að greina á milli félagshyggju og jafnaðarstefnu annars vegar og sérhyggju og kapítalisma hins vegar. Það er alltaf augljóst þegar réttur hinna sterkari og ríkari er meira virtur en réttur þeirra sem standa höllum fæti og hafa af litlu að taka. Þegar stjórnvöld hleypa afli auðmagnsins að stjórnartaumunum skapast það félagslega óréttlæti sem hér er við lýði.

Vinstri græn vilja samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, kjörin eru jöfnuð og byrðunum dreift með réttlátum hætti. Að því markmiði viljum við stefna og að því munum við áfram vinna.

Birtist fyrst í Akureyri vikublað. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu