fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Kjarkurinn til að kjósa breytingar

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 8. október 2017 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjanes leitaði til nokkurra þingmanna í Suðurkjördæmi og bað þá að svara spurningunni: Um hvað snúast kosningarnar 28.október 2017?

Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.

Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar skrifar: 

Breytingar eru forsenda framþróunar. Ef við höfum ekki kjark til að breyta er ekki bara hætt við stöðnun, heldur er raunverulega hætt við að það molni undan þeirri velferð sem við höfum náð að byggja upp í íslensku samfélagi.

Fólk tengir breytingar stundum pólitískum óstöðugleika en staðreyndin er sú pólitískur óstöðugleiki síðustu ára er ekki tilkominn vegna breytinga. Hann er tilkominn vegna stöðnunar gömlu kerfisvörsluflokkanna þar sem spilling og leyndarhyggja hefur fengið að grassera alltof lengi. Gömlu kerfisvörsluflokkunum hefur ekki auðnast að ganga í gegnum nauðsynlega endurnýjun til að geta haldið áfram. Þess vegna ríkir pólitískur óstöðugleiki. Þess vegna hafa ný, frjálslynd, umbótaöfl á borð við Viðreisn komið fram á sjónarsviðið: Til að vinna að úrbótum á stöðnuðu kerfi sem mætir ekki kröfum nútímans um heilindi, gegnsæi, stefnufestu og ábyrgð. Til að færa Ísland áfram og inn í framtíðina.

Þessar kosningar snúast um raunverulega lífskjarasókn fyrir almenning í landinu. Þær snúast um að losa Íslendinga og íslensk fyrirtæki undan þeim okurvöxtum sem við höfum búið við svo áratugum skiptir. Þær snúast um kjark til að ráðast að rót vandans – raunverulegu ástæðunni fyrir gríðarháu vaxtastigi hér á landi – við verðum að beisla íslensku krónuna!

Með því að binda krónuna við stærri og öflugri gjaldmiðil skapast sá stöðugleiki sem þarf til að ná vaxtastiginu niður. Það er eina raunhæfa leiðin til að losa okkur undan verðtryggingunni en með því að festa krónuna með þessum hætti væri á skömmum tíma hægt að helminga vaxtastigið hér á landi! Íslendingar gætu loksins horft á lánin sín lækka – ekki hækka. Við gætum hætt að borga eignirnar okkar 2-3 sinnum og gætum farið að borga þær í 1,5 skipti eins og nágrannar okkar í Evrópu. Það væri raunveruleg kjarabót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki! Og það sem meira er það fæli í sér að ráðstöfunartekjur fólks og fyrirtækja myndu hækka um tugþúsundir króna á hverjum mánuði – og það án þess að það sé tekið af einum samfélagshópi og fært til annars eða að gengið sé á ríkissjóð!

En af hverju hefur enginn gert þetta? Einhverjir segja að allt til dagsins í dag hafi stjórnmálamenn viljað halda krónuna til að geta fellt gengið þegar þeim hentar, þ.e.a.s. þegar sérhagsmunaöflin kalla á það, með tilheyrandi kjaraskerðingum fyrir íslensk heimili. Það er mikið til í þessu, en tími slíkra stjórnarhátta er liðinn. Hann verður að vera liðinn. En til þess að við getum unnið að úrbótum á peningastefnunni – á íslenska efnahagskerfinu – þarf flokka sem að þora að standa uppi í hárinu á sérhagsmunaöflunum. Og Viðreisn hefur á síðust mánuðum sýnt að við erum þannig flokkur. Við látum hvorki útgerðir né afurðastöðvar beygja okkur. Við stöndum í fæturna og látum verkin tala.

Viðreisn er flokkur sem stendur fyrir vinstri velferð og hægri hagstjórn. Við viljum öflugt velferðarkerfi sem grípur fólk þegar á þarf að halda og styður það til bata þar sem það er hægt. Viðreisn er jafnframt flokkur sem stendur fyrir ábyrga en jafnframt réttláta hagstjórn. Ísland þarf á þannig flokki að halda. Frjálslyndu velferðarafli sem að stýrir af festu og ábyrgð.

Birtist fyrst í Reykjanes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu