fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Oddviti Samfylkingarinnar vill nýja rannsókn: „Nú er mál að linni!“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 6. október 2017 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir héraðsdómslögmaður og oddviti Samfylkingarinnar. Mynd/DV

Helga Vala Helgadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir að eftir að hafa lesið umfjöllun Guardian, Reykjavík Media og Stundarinnar í dag þá liggi fyrir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi nýtt sér innherjaupplýsingar sem almenningur hafi ekki sér í eigin hag. Líkt og greint var frá í morgun þá sat Bjarni, sem þá var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins, alls mun hann hafa selt bréf í Glitni fyrir 120 milljónir króna eftir að hann fundaði með bankastjóra Glitnis.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sjá einnig: Bjarni seldi í Sjóði 9 rétt fyrir hrun

Bjarni sagði við blaðamann Guardian að hann hafi ekki búið yfir innherjaupplýsingum, búið sé að rannsaka málið og ekkert hafi komið úr því:

„Allir skynsamir fjárfestar hefðu verið að íhuga að selja á þesum tíma.“

Helga Vala segir á Fésbók:

Nú er mál að linni! Fyrir liggur að Bjarni Benediktsson hefur nýtt innherjaupplýsingar sjálfum sér og fjölskyldu sinni til heilla, upplýsingar sem almenningur í landinu hafði ekki og gat því ekki forðað fjármunum sínum að sama skapi. Það er skýrt lögbrot ef rétt er skv lagaákvæðum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja.

Kallar hún eftir nýrri rannsóknarnefnd þar sem það liggi fyrir að rannsakendur í fyrri rannsóknum hafi ekki haft aðgang að öllum gögnum:

Þetta kallar á að Alþingi skipi án tafar rannsóknarnefnd því þó aðdragandi hruns hafi verið rannsakaður er augljóst að enn leynast upplýsingar sem rannsakendur höfðu ekki. Sönnun í innherjasvikamálum er flókin en miðað við þau gögn og upplýsingar sem hér birtast virðist sem margt er tengist aðdraganda hruns, vitneskju innherja og viðskiptum í kjölfarið gefa ærið tilefni til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri