fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Bjarni seldi í Sjóði 9 rétt fyrir hrun: „Allir skynsamir fjárfestar hefðu verið að íhuga að selja á þesum tíma“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 6. október 2017 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Þormar Vignir

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október 2008. Fram kemur í ítarlegri frétt Guardian, Reykjavík Media og Stundarinnar í dag að Bjarni, sem þá var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi setið fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins á þessum tíma og hafi svo selt  bréf virði 50 milljónum króna rétt fyrir hrun. Alls mun Bjarni hafa selt bréf í Glitni fyrir rúmlega 120 milljónir króna eftir að hafa fundað með Lárusi Welding bankastjóra Glitnis.

Daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008 , mun Bjarni hafa deilt upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Glitnis og vinur Bjarna Benediktssonar, sagði  í tölvupósti til Atla Rafns Björnssonar, aðstoðarmanns Lárusar Weldings bankastjóra Glitnis, þann 6. október 2008 klukkan 14:15:

Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?

Er líklega verið að vísa til Jónasar Fr. Jónssonar sem var forstjóri Fjármálaeftirlitsins á þessum tíma.

Bjarni þvertekur fyrir að hafa búið yfir innherjaupplýsingum á þessum tíma, segir hann við blaðamann Guardian að búið sé að rannsaka sölur hans úr Sjóði 9 og ekkert hafi komið úr því:

Allir skynsamir fjárfestar hefðu verið að íhuga að selja á þesum tíma.

Fjallað er um málið á vef Guardian í dag, þar kemur fram að Bjarni hafi ekki brotið nein lög en gögnin sem lekið var sýni fram á náin tengsl valdamikilla stjórnmálamanna á Íslandi við stjórnendur í viðskiptalífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri