fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Forsetinn talar á málþingi til heiðurs Jóni Steinari

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 4. október 2017 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson

Lagadeild Háskólans í Reykjavík heldur hátíðarmálþing til heiðurs Jóni Steinari Gunnlaugssyni á föstudaginn, í tilefni af sjötugsafmæli lögmannsins.

Yfirskrift málþingsins er Stjórnarskráin í stormi samfélagsins. Stjórnarskráin og margræddar breytingar á henni eru í brennidepli umræðunnar í aðdraganda kosninga og ljóst á mælendaskrá þingsins að fengur verður að því sem þar mun koma fram.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á mælendaskrá með erindið Ákvæði stjórnarskrár um forseta Íslands. Nýleg sjónarmið og álitamál. Þá tekur Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR, til máls og ræðir lýðræði og lagasetningu í ljósi umræðu um uppreist æru og Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins flytur erindi sem hún nefnir Ný stjórnarskrá – ný von.

Málþingið verður haldið í stofu M103 í HR föstudaginn 6. október klukkan 12:00-13:45.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“