fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Össur harmar brotthvarf Ástu Guðrúnar: „Bjóst við að sjá hana í ráðherrasæti fyrr en seinna“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 3. október 2017 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Guðrún Helgadóttir og Össur Skarphéðinsson. Samsett mynd/DV

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og áður formaður Samfylkingarinnar, harmar að Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, hverfi nú af þingi.

„Mér fannst hún satt að segja efni í meiriháttar þingskörung – og bjóst við að sjá hana í ráðherrasæti fyrr en seinna. Ég var stundum hálfhræddur við hana einsog margir með slaka meðalgreind eru gagnvart gáfuðu fólki,“

skrifar Össur á Facebook um Ástu Guðrúnu sem hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi en ákvað að afþakka það:

Hún var leiðtogaefni en reis of hratt fyrir smekk einhverra í tríumvírati valdsins innan Píratanna. Í hreyfingu með flatan strúktúr eru ósýnilegir þræðir hins falda valds merkilegt rannsóknarefni. Þar er af ýmsu að taka innan Pírata. Það vald birtist þegar Ástu Guðrúnu var fleygt kyrfilega úr embætti þingflokksformanns fyrr á árinu.

Össur, sem er vægast sagt gamalreyndur í stjórnmálum, segir að það hafi ekki komið mjög á óvart að Ásta Guðrún næði ekki ofar í prófkjörinu en segir að með brotthvarfi hennar fækki vitibornum á Alþingi um einn:

Mér kom því ekkert sérstaklega á óvart þegar Píratar dömpuðu Ástu Guðrúnu „með lýðræðislegum hætti“ í liðinni viku. Þar með er líklegt að fækki um einn í hópi viti borinna við Austurvöll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“