fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

„Það eru engir kallar á einhverri skrifstofu úti í bæ sem stjórna Framsóknarflokknum“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 2. október 2017 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Mynd: Sigtryggur Ari.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé ekki nein flokksklíka í Framsóknarflokknum og það sé enginn sem stjórni flokknum nema flokksmenn sjálfir. Segir Sigurður Ingi í viðtali í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun að það sé ekkert að marka fullyrðingar þeirra sem segja Framsóknarflokkinn undir hæl Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra í Skagafirði, Sigurður Ingi segir að hann hafi sjálfur verið í flokknum í mörg ár án þess að heyra minnst á Þórólf.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, sem yfirgefið hafa Framsóknarflokkinn fyrir Miðflokkinn, hafa haldið því fram að það sé klíka sem stjórni Framsóknarflokknum, klíka sem hafi steypt Sigmundi Davíð af formannsstóli í fyrra og hafi nú síðast reynt að fella Gunnar Braga úr oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi.

„Ég hef heyrt svona umræðu og hef heyrt alls konar svona áður,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður hvort það sé flokksklíka í Framsóknarflokknum segir Sigurður:

Nei. Ekki að það séu einhverjir menn úti í bæ sem stjórni flokknum. Ég var búinn að vera á þingi í þónokkur ár án þess að hafa hitt nokkurn af þessum mönnum sem sagt er í fjölmiðlum að stjórni flokknum.

Sigurður Ingi segir ekki að hann skilji hvað Gunnar Bragi sé að tala um:

Ég skil það ekki. Ég hef verið á þessum fundum, þar stendur hver upp á fætur öðrum og segir: „Ég er flokkseigandi. Ég er búinn að vera í grasrótinni í 20 ár, 30 ár, 40 ár, ég er flokkseigandi“. Fólk gleðst yfir þessu. Ég fullyrði að það eru engir kallar á einhverri skrifstofu úti í bæ sem stjórna Framsóknarflokknum. Hafi það verið einhverntímann þá þekki ég ekki til þess en það er ekki nú. Af og frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar