fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Unnur Brá: Brynjar er mesti töffari landins

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 2. október 2017 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis.

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingkona Sjálfstæðisflokksins, hrósaði samflokksmanni sínum Brynjari Níelssyni á Facebook á laugardaginn þar sem hún sagði hann vera mesta töffara landsins.

Þessa nafnbót sæmdi forseti Alþingis þingmanninn með þessum orðum:

Þú ert landsins mesti töffari!

eftir að Brynjar gaf eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins í  Reykjavík suður. Hann ákvað að víkja fyrir Sigríði Andersen dómsmálaráðherra sem skipar því efsta sætið en Brynjar sest í annað sætið.

Illu heilli fyrir Unni Brá sjálfa virðast sjálfstæðiskarlar í hennar kjördæmi, Suðurkjördæmi, ekkert of uppteknir af því að sýna karlmennsku, þor og töffaratakta.

Þar eru fyrir á fleti í efstu sætum þeir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson en Unni Brá hefur verið stillt upp í fjórða sæti, sem hlýtur að teljast fallbaráttusæti. Hún hefur þvert á flokkalínur, þótt standa sig ákaflega vel sem þingforseti en ekki dugði það henni til þess að karlarnir í kringum hana stæðu upp fyrir henni og tryggðu henni öruggt þingsæti.

Munurinn er sjálfsgat fyrst og fremst sá að Brynjar stofnar sæti sínu í takmarkaða hættu með töffaratöktunum í Reykjavík. Þótt töffarafræðin geri almennt ráð fyrir því að alvöru töffarar öðlist þá nafnbót með því að leggja allt undir og taka sénsinn án þess að hugsa um eigin hag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“