fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Sema Erla verður ekki á lista Samfylkingarinnar: „Það koma kosningar eftir þessar“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 2. október 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar formaður Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Sema Erla Serdar formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum. Sema Erla, sem var áður formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, skipaði 3.sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum 2016.

Sema Erla segir á Fésbók að hún hafi fengið fullt af fyrirspurnum hvort hún verði á lista í ár en hún hafi tekið þá ákvörðun að vera ekki á lista Samfylkingarinnar í ár:

Að baki þeirrar ákvörðunar liggja nokkrar ástæður en sú sem mestu máli skiptir er að ég er á kafi í nokkrum verkefnum sem ég tel vera mjög mikilvæg og ég er ekki tilbúin til þess að segja skilið við enda er þeim ekki lokið. Má þar nefna baráttuna fyrir réttindum, réttlæti og mannúð fyrir flóttafólk og hælisleitendur sem og baráttuna fyrir mannréttindum og gegn fordómum og hatri í íslensku samfélagi sem og baráttuna fyrir hagsmunum barnanna okkar og ungmenna,

segir Sema Erla. Hún útilokar ekki að snúa aftur í stjórnmálin síðar:

Ég tel það ekki vera baráttunni til framdráttar að vera á lista stjórnmálaflokks. Það koma kosningar eftir þessar og kannski leiðir hjartað mann aftur í þá átt einhvern tímann. Það þarf hins vegar að vinna að þessum málefnum á breiðum grundvelli og ég tel krafta mína nýtast best þar sem þeir eru núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar