fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Allir hlýða karlarnir Ingu Sæland

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 2. október 2017 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Flokkur fólksins, með stofnandann Ingu Sæland í broddi fylkingar, kynnti oddvita flokksins á framboðslistum í öllum kjördæmum á haustþingi sínu í Háskólabíói um helgina. Inga sjálf leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi suður og er eina konan í oddvitasæti. Þeir karlar sem leiða lista í öðrum kjördæmum eru þó greinilega undirgefnir Ingu og telja sér hollast að hlýða Ingu í einu og öllu.

Sunnlendingurinn séra Halldór Gunnarsson ákvað að taka oddvitasætið í Norðausturkjördæmi samkvæmt beiðni Ingu. Hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni á haustþinginu og sagðist ekki hafa átt von á því að hann myndi fara af Suðurlandi og taka sæti fyrir norðan:

En úr því að við eigum formann eins og Ingu Sæland þá er það okkar að hlýða og fylgja henni og skilja það að í henni höfum við það afl getur  gefið okkur tækifæri til að marka spor í Íslandssögunni…

Fundarstjórinn, Guðmundur Borgþórsson, tók undir með Halldóri og sagði:

Honum finnst hann þurfa að hlýða Ingu. Ég held að það sé rétt hjá honum. Ég held að við eigum að hlýða henni.

Oddvitar Flokks fólksins ásamt Ingu og Halldór eru þeir Ólafur Ísleifsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Karl Gauti Hjaltason og Magnús Þór Hafsteinsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“