fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Ragnari misbýður spillingin í lífeyrissjóðakerfinu: „Verkalýðshreyfingin er peningalegt stórveldi“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 1. október 2017 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd/DV

„Mér misbýður spillingin í lífeyrissjóðakerfinu og samspil atvinnulífs og verkalýðshreyfingar. Verkalýðshreyfingin er peningalegt stórveldi. Þar eru hundruð manns í vinnu við að semja um kaup og kjör og það eru tugir milljarða í sjóðum sem búið er að stofna í kringum hreyfinguna. Miðað við það hvernig staða fólks er í dag þá finnst mér verkalýðshreyfingin hafa svikið fólkið með aðgerðaleysi sínu.“

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í viðtali í helgarblaði DV. Segir hann að það þurfi að virkja slagkraft verkalýðshreyfingarinnar en hann muni aldrei fyrirgefa forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ fyrir að hafa lagst gegn því að vísitalan yrði tekin tímabundið úr sambandi eftir hrun til að hlífa heimilunum. Ragnar Þór berst fyrir því að persónuafsláttur verði hækkaður til að lægstu laun í landinu verði skattfrjáls, hefur hann fengið bágt fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins, við því segir Ragnar:

Reikningsheilar stjórnmálanna og hagsmunaaðila kerfisins geta reiknað sig niður á hvaða vitleysu sem er. Alveg eins er með kaupmáttinn sem á að vera fordæmalaus. En við vitum að það eru ekki allir sem eru að fá aukinn kaupmátt í þessu landi. Fólk á leigumarkaði er í mínus og við í VR getum sýnt fram á það. Við höfum lagt gríðarlega vinnu í að búa til kaupmáttarreiknivél sem verður tilbúin eftir mánuð. Þar getur fólk sett inn launin sín, leiguna og fleira og reiknað útkomuna. Við vitum að dæmið er vonlaust hjá stórum hópi fólks.

Ég hef lagt til að persónuafsláttur yrði hækkaður þannig að lægstu laun séu skattfrjáls. Það eru bestu kjarabæturnar fyrir þá verst settu og sömuleiðis barnafjölskyldur. Sá sem er með tvær milljónir í laun hefur hins vegar ekkert með persónuafslátt að gera. Eins og staðan er í dag er útilokað að sá sem er á lægstu laununum nái endum saman. Um það má ekki tala. Það er tabú innan verkalýðshreyfingarinnar að tala um framfærsluviðmið.

 Heldurðu í alvöru að þær breytingar sem þú vilt sjá og hefur talað um í þessu viðtali muni verða að veruleika?

Það hafa orðið breytingar. Hér áður fyrr var tabú að ræða um lífeyrissjóðina, nema það væri verið að mæra þá. Það voru möntrur eins og: „Besta lífeyrissjóðskerfi í heimi“ og „Löndin í kringum okkur eru græn af öfund yfir þessu kerfi okkar.“ Fáir trúa þessu lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“