fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Kosið um traust

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 1. október 2017 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar: 

Við Vinstri græn viljum leiða vinstri félagshyggjustjórn sem byggir á þeim grunni að allir eigi rétt á að lifa mannsæmandi lífi og fái jöfn tækifæri í lífinu og að bættur þjóðarhagur eigi að nýtast til jöfnuðar og öflugrar innviðauppbyggingar í landinu.

Það er ekki óskastaða að kosið sé til Alþingis á hverju ári en þegar ríkisstjórn er rúin trausti og fellur þá er ekkert annað í spilunum en að gefa upp á nýtt og færa kjósendum það lýðræðislega vald að velja sér fulltrúa sem eru traustsins verðir til að stýra landinu næsta kjörtímabil.

Við sáum á spilin hjá fráfarandi ríkisstjórn þegar mælt var fyrir fjárlögum næsta árs. Þar var boðaður sami samdrátturinn í samneyslu þjóðarinnar. Menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir, löggæslan og samgöngukerfið skilið eftir fjársvelt ekki tekið á kjörum aldraðra og öryrkja eða húsnæðisvanda ungs fólks eða kjörum barnafólks.

Hvenær kemur kakan mín og jólin?

Hvenær er hægt að fjármagna þessa málaflokka með sómasamlegum hætti? Þeir hafa verulega látið á sjá eftir þrengingar eftirhrunsáranna „…ef ekki þegar ríkissjóður skilar 44 milljörðum í tekjuafgang eins og kynnt var af fráfarandi ríkisstjórn?“

Nei, við verðum að snúa af þeirri leið að láta innviði samfélagsins grotna niður og ójöfnuðinn halda áfram að aukast í landinu.

Byggjum á styrkleikum hvers svæðis

Landsbyggðirnar hafa glímt við margskonar vanda þó svokallað góðæri ríki sem nær langt í frá til allra byggða eða alls almennings í landinu.

Á Vesturlandi eru fjölbreyttar menntastofnanir mjög dýrmætar stoðir sem verður að standa vörð um því fjölbreytt framboð menntunar er lykilatriði til þess að styrkja búsetu og nýsköpun.

Við höfum horft uppá hve framsalið í kvótakerfinu fer óblíðum höndum um starfsfólk í greininni í skjóli hagræðingar og líka vanda sauðfjárbænda sem kjark hefur vantað til að mæta. Í þessum málaflokkum þarf félagshyggjustjórn að koma að með skynsamlegum úrbótum og lausnum sem tryggir atvinnu og búsetuöryggi fólks til lengri tíma.

Heilbrigðisstofnanir út um land eiga að fá að njóta styrkleika sinna og fá að eflast á sínum forsendum og létta þar með á álagi á hátæknisjúkrahúsi allra landsmanna LHS.

Stöndum vörð um nýsköpun og fjölskyldufyrirtæki

Það er mikilvægt að styrkja alla nýsköpun, rannsóknir og sprotafyrirtæki. Landsbyggðirnar, eins ólíkar og þær geta verið, eiga það sammerkt að þær þurfa að byggja á sterkum innviðum og þurfa að vera sem best samkeppnisfærar um fólk og fyrirtæki.

Ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsgrein landsins. Þar liggja ótal tækifæri sem verða að ná út fyrir höfuðborgarsvæðið með góðum samgöngum og annari innviðauppbyggingu. Það má ekki kæfa uppbyggingu sprotafyrirtækja í ferðaþjónustu á landsbyggðinni með stóraukinni skattlagningu eins og boðað er.

Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi og tilhneiging hefur verið í þá átt líka í landbúnaði. Það er ekki góð þróun. Við eigum að standa vörð um hefðbundin fjölskyldufyrirtæki því þau eru mikilvæg í byggðafestu og atvinnusköpun í landinu.

Kosið gegn leyndarhyggju og spillingu

Náttúruvernd, kvenfrelsi og réttur til mannsæmandi lífs og tækifæra óháð efnahag, aldri eða búsetu er meginþráður í stefnu okkar Vinstri grænna. Fyrir þeim grunngildum munum við berjast í Vinstri félagshyggjustjórn fáum við til þess stuðning.Ríkisstjórnin sprakk á leyndarhyggju og þöggun.

Almenningur setti mannúðarmál , mannréttindi og baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi á dagskrá gegn samtryggingu þöggunar aflanna.Við verðum að hafa kjark og þor til þess að stokka upp spilin í komandi kosningum og kjósa gegn spillingu og með réttlátu og heiðarlegu þjóðfélagi.

Höfundur greinar: Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi.

Birtist fyrst í Vesturland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“