fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Davíð spyr hvort það eigi að banna Þyrnirós: „Kannski leynist svo óþolandi áreitni víðar“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 25. nóvember 2017 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV/Skjáskot úr kvikmynd Disney um Þyrnirós.

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra velti fyrir sér í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag hvort það eigi að banna ævintýri á borð við Þyrnirós þar sem prinsinn í sögunni var ekki búinn að fá samþykki fyrir því að kyssa prinsessuna sofandi.

Mikið hefur verið rætt um kynferðislega áreitni og ofbeldi að undanförnu, nú síðast stigu hundruð kvenna í stjórnmálum fram og sögðu sögur sínar. Nú síðast í dag steig Guðrún Jónsdóttir fram og lýsti kynferðislegri áreitni af hálfu Alberts Guðmundssonar sem sat fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ásamt Davíð á níunda áratug síðustu aldar.

Sjá einnig: Allar sögurnar: Nauðgun, rassakáf af hálfu flokksformanns og starandi karlráðherrar

Sjá einnig: Guðrún segir Albert Guðmundsson hafa beitt sig kynferðislegri áreitni

Í Reykjavíkurbréfinu í dag tekur Davíð annan vinkil á umræðuna:

Umræðan um kynferðislega áreitni, sem Harvey kvikmyndajöfur startaði, heldur áfram og tekur á sig ýmsar myndir. Nú síðast skrifaði móðir í Englandi skóla þeim sem 6 ára sonur hennar sækir og krafðist þess að ævintýrið um Þyrnirós yrði þegar í stað fellt út úr samþykktri lestrarskrá skólans. Ástæðan er augljós: Prinsinn, sem vakti Þyrnirós af aldargömlum svefni, hafði ekki fengið fyrirfram samþykki hennar fyrir kossinum

Davíð segir að kannski leynist svo óþolandi áreitni víðar:

Hvað um Alfinn álfkóng, Dísu ljósálf, Dverginn Rauðgrana og ævisögu Bjössa í Val?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar