fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Það er bara verið að mynda ríkisstjórn til að komast í ráðherraembætti

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að eina ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn séu að mynda ríkisstjórn sé að tryggja forystu flokkanna ráðherrastóla. Vill Sigmundur Davíð meina að það stríði gegn lýðræðinu að mynda breiða ríkisstjórn frá hægri til vinstri þar sem kjósendur séu ekki lengur að kjósa um ákveðna stefnu heldur nú snúist stjórnmálin um ímynd. Hann segir viðtali á Útvarpi Sögu að væntanleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks snúist fyrst og fremst um ráðherrastóla:

Sumir sem hafa verið ráðherrar komast aldrei úr því hlutverki og þrá að fá ráðherraembætti meira en nokkuð annað, að fara inn í ráðuneyti, hafa starfsmenn, ráðherrabíl og svo allt sem að þessu fylgir. Þetta er sem sagt stjórn sem er mynduð til þess að vera í nálægð við völd og skipta á milli sín stólunum en ekki stjórn um verkefnin sem menn ætla að vinna þegar þeir eru komnir í stólana.

Sigmundur segir að óformlegar viðræður Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata hafi aðeins verið sýndarviðræður og að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi verið á teikniborðinu frá því fyrir kosningar:

Það getur verið að á einhverjum tímapunkti hafi menn farið að ímynda sér að þessar vinstri-viðræður gætu skilað einhverju, þegar menn voru að hittast þarna í sveitinni og borða saman pítsu þá kannski héldu menn að þetta gæti gengið, en svo sneru menn sér aftur að upprunalega planinu sem eru þessi áform sem að ýmsir í Sjálfstæðisflokknum og í Vinstri grænum. Þetta er ekki stór hópur, en nokkrir menn, hafa lengi haft um að ná þessum tveimur flokkum saman í ríkisstjórn.

Segir Sigmundur að nú sé verið að koma þessari ríkisstjórn saman af nauðsyn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið sína næstverstu útkomu í kosningum til þessa, Framsóknarflokkurinn sína verstu og Vinstri græn tapað helmingi fylgi síns í könnunum á þremur vikum fyrir kosningar:

Þannig að taparar kosninganna hafa talið þann kostinn vænstan að hnipra sig saman og reyna að slá skjaldborg um það kerfi sem þeim leið vel í, þegar þessir flokkar hefðu 80-85% fylgi samanlagt, nú hangir það rétt yfir 50%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans