fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Umferð um Hvalfjarðargöng eykst sífellt: Nálgast hámarkið

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðin í Hvalfjarðargöngum jókst um nær 13,5 prósent í október miðað við sama mánuð í fyrra, eða sem svarar til 820 ökutækja á sólarhring. Þetta er langmesta umferð í októbermánuði frá því göngin voru opnuð. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Spalar.

„Umferðaraukningin er mikil þegar horft er til fyrstu tíu mánaða ársins. Meðalumferð á sólarhring í fyrra var 6.683 ökutæki en 7.251 nú. Fjölgunin nemur 568 ökutækjum á sólarhring að jafnaði,“ segir í fréttinni og því bætt við að góð tíð og hagstætt ferðaveður hafi mikið að segja.

„Á  hringveginum jókst umferðin í október um 15%, hvorki meira né minna. Mest jókst hún á Suðurlandi en minnst á Vesturlandi.

Vegagerðin gerir nú ráð fyrir að heildarumferð á hringveginum aukist um 11% á árinu öllu sem yrði þá næstmesta aukning umferðar á einu ári frá því byrjað var að taka saman tölur þar að lútandi,“ segir í fréttinni.

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að umferðin um Hvalfjarðargöng nálgist hámarkið, sem er átta þúsund ökutæki á sólarhring. Vísað er í skýrslu stjórnar, sem kynnt var á aðalfundi félagsins í mars síðastliðnum, að miðað við eðlilega umferðarspá sé líklegt að umferðin fari í 8.000 ökutæki árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar