fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Aðeins 14 prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði: Fæstir hafa efni á að leggja fyrir

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Leigjendur borga að meðaltali 41 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Þó er staðan fyrir leigjendur betri nú en árið 2015 því fleiri leigjendur geta nú safnað sér sparifé. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um leigumarkaðinn.

Þar kemur fram að sífellt stærra hlutfall Íslendinga sé á leigumarkaði, samkvæmt nýrri könnun.

„Meirihluti leigjenda er á leigumarkaðnum af nauðsyn og 80% leigjenda vilja kaupa sér íbúð. Þriðji hver leigjandi borgar meira en helming af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og fáir tekjulágir leigjendur geta safnað sér sparifé. Mikill áhugi er á að búa í öruggu leiguhúsnæði sem er ekki rekið í hagnaðarskyni og þar sem húsnæðiskostnaði er haldið í hófi,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs.

Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, kynnti niðurstöðurnar á Húsnæðisþingi en í erindi sínu lýstu hún áhyggjum af því að úrræði stjórnvalda, sem eiga að hjálpa fólki að kaupa sér íbúð og komast þannig af leigumarkaði, gagnist síður tekjulágum leigjendum.

„Sem dæmi er aðeins um helmingur leigjenda með séreignarsparnað. Eftir því sem tekjur leigjenda eru lægri, minnka líkur á því að viðkomandi sé að safna sér sparnaði,“ segir í skýrslunni.

Bent er á það að í dag séu 17% heimila á Íslandi á leigumarkaði. Ungt fólk, námsmenn og öryrkjar séu hópar sem eru sérstaklega líklegir til að leigja sér húsnæði. Athygli veki að um 20% fólks á leigumarkaði leigi hjá ættingjum sínum eða vinum. Þetta fólk telur sig almennt búa við húsnæðisöryggi, ólíkt fólki á almennum leigumarkaði sem telur markaðinn ekki vera traustan.

Þó svo að fólk eigi auðveldara með að safna sér sparifé nú en fyrir tveimur árum leiðir könnunin í ljós að þrátt fyrir það geti meirihluti leigjenda ekki safnað sér sparnaði. „Aðeins 14% leigjenda vilja vera á leigumarkaði, en 57% leigjanda eru þar af nauðsyn.

„Staðan á húsnæðismarkaði hefur verið býsna erfið upp á síðkastið. Hækkanir á fasteignaverði hafa tekið fram úr aukningu kaupmáttar og öðrum undirliggjandi stærðum með þeim afleiðingum að fólk sem er að reyna að komast inn á markaðinn kemst ekki að. Það er ánægjulegt að sjá að leigjendur geta í auknum mæli lagt til hliðar en aftur á móti sorglegt að sjá það ekki endurspeglast í aukinni kaupgetu. Fólk á leigumarkaði virðist vera fast þar, gegn sínum vilja eins og staðan er í dag,“ segir Una.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti