fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Katrín sögð reyna til þrautar að koma á samtali milli VG, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sögð reyna til þrautar að koma á samtali milli Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um mögulega stjórnarmyndun.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eins og greint var frá í gær slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum VG, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata og var ástæðan meðal annars sögð vera tæpur meirihluti.

Færi svo að VG, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynduðu stjórn væru þessir þrír flokkar með 34 þingmenn gegn 29 þingmönnum stjórnarandstöðunnar.
„Logi Einarsson og Bjarni Benediktsson hafa þó ekki ræðst við beint, en Katrín ræðir mjög við þá báða og reynir nú til þrautar að koma á samtali milli þessara þriggja flokka,“ segir í grein Fréttablaðsins í dag sem vísar í heimildir sínar.

Heimildarmenn blaðsins segja þó að öllum möguleikum sé haldið opnum og þannig hafi Framsóknarmenn þrýst á samtal milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Þeir Sjálfstæðismenn sem blaðið ræddi við eru helst sagðir vilja mynda stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingu eða Framsóknarflokki. Líklega sé þó engra sérstakra tíðinda að vænta fyrr en upp úr miðri viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar