fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Guðni ræðir við formenn flokkanna: Bjarni tjáir sig ekki í dag

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun ræða við formenn og fulltrúa þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi og kanna hug þeirra til annarra möguleika á myndun ríkisstjórnar. Guðni fundaði með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í dag en á fundinum tilkynnti Katrín að viðræðum um myndum ríkisstjórnar VG, Framsóknarflokks, Pírata og Samfylkingar hafi verið slitið.

 
Katrín skilaði því umboði sem hún hafði til myndunar ríkisstjórnar. Í tilkynningu sem Guðni sendi fjölmiðlum kemur fram að vænta megi að formenn flokkanna muni ræða sín á milli um vænleg skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Að því loknu má vænta næstu skrefa í stjórnarmyndunarviðræðum.“

Óvíst er hvað tekur við en RÚV greindi frá því síðdegis að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og stærsta flokksins á þingi, ætlaði ekkert að tjá sig í dag um stöðu stjórnarmyndunarviðræðna. Þá hefur ekki náðst í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stærsta flokksins á þingi, ætlar ekki að tjá sig um stöðu stjórnarmyndunarviðræðna í dag. Ekki hefur náðst í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins sem vann mest á í þingkosningunum um þarsíðustu helgi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði við mbl.is að hún teldi rökrétt að Bjarni Benediktsson fengi umboðið. „Það kæmi mér ekki á óvart ef að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með Bjarna í for­ystu myndi fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið. Það væri í raun­inni ekk­ert ólógískt,“ sagði Þorgerður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“