fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Framsókn búin að slíta stjórnarmyndunarviðræðum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhansson.

Framsóknarflokkurinn hefur slitið stjórnarmyndunarviðræðunum. Frá þessu greinir mbl.is og vísar í heimildir.

Ástæðan mun vera sú að flokkurinn telur meirihlutann of tæpan, eða 32 þingmenn gegn 31.

DV og Eyjan hafa reynt að ná tali af formönnum þeirra flokka sem að viðræðunum hafa staðið en án árangurs. Að sögn mbl.is ber Framsókn ekki traust til Pírata með svo nauman meirihluta á bak við sig.

Greint var frá því í morgun að góður gangur væri í viðræðunum og formenn flokkanna sem að viðræðunum hafa staðið væru hóflega bjartsýnir. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að framhald viðræðnanna myndi ráðast í dag.

Í frétt RÚV í morgun sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, talsmaður Pírata, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist hóflega bjartsýnn; hann væri ekki í þessum viðræðum nema telja að samstarfið gæti orðið að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar