fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Lars segir að fjárfestar þurfi ekki að óttast þó hér taki vinstri stjórn við

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Christensen.

Ísland mun ekki taka neinum grundvallarbreytingum þó vinstri stjórn taki við völdum. Þetta segir Lars Christensen, danskur alþjóðahagfræðingur og stofnandi ráðgjafafyrirtækisins Markets & Money Advisory.

Lars, sem er fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir þetta í viðtali við fréttavef Bloomberg. Í umfjöllun Bloomberg er Lars kynntur til leiks sem maðurinn sem var í hópi þeirra fyrstu sem vöruðu við yfirvofandi efnahagshruni hér árið 2008.

Í viðtalinu segir hann að gera megi ráð fyrir því að stefnumótun í efnahagsmálum nýrrar stjórnar verði í grunninn sú sama og hjá fráfarandi ríkisstjórn. Í umfjölluninni er bent á að Ísland hafi frá árinu 2008 unnið sig út úr efnahagserfiðleikum; þannig hafi lánshæfiseinkunn Íslands hjá Moody‘s verið Baa3 árið 2009, en í dag sé hún A3 og horfur stöðugar. S&P Global Rankings gefi Íslandi einkunnina A og Fitch gefi einkunnina A-.

Í umfjöllun Bloomberg bendir Lars á að annars staðar á Norðurlöndunum hafi ríkisstjórnir frá miðju og til vinstri, líkt og nú er á teikniborðinu hér á landi, rekið efnahagsstefnu sem er tiltölulega hlynnt frjálsum markaði. Fjárfestar þurfi því ekki að óttast. Hann bendir á að áskoranir nýrrar stjórnar verði að halda launahækkunum í skefjum og viðhalda hagvexti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?