fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Sigurjón M. Egilsson: „Vinstri græn munu hafna eigin stefnu“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri vefritsins Miðjunnar, spáir því í leiðara sínum í dag að Vinstri græn muni hafna eigin stefnu. Hann vísar í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem sagði fyrir þremur mánuðum í ræðustól Alþingis, að þær pólitísku ákvarðanir sem teknar höfðu verið um bótakerfin, nýttust æ færra fólki og á bak við það væru pólitískar ákvarðanir sem hefðu það að markmiði að auka ójöfnuð og auka misskiptingu og átti þar við Sjálfstæðisflokkinn. Telur Sigurjón að Katrín muni nú ganga á bak orða sinna.

 

Nú, eins aumt og það er, mun Katrín og hennar fólk, ganga gegn eigin orðum og standa með fyrrverandi forsætisráðherra og fylgja þar með eftir vilja hans, fari sem horfir. Stjórnarandstaðan leggur til að þrír milljarðar verði settir til að auka barnabætur og húsnæðisbætur. Þegar þingmenn greiða atkvæði um þá tillögu verður að fara fram nafnakall. Fyrir áramótum, rúmum þremur mánuðum frá orðum núverandi forsætisráðherra mun skýrast hvort ræður ríkisstjórn Íslands; Katrín eða Bjarni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins