fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Samfylkingin gagnrýnir fjárlagafrumvarpið – „Skortur á velferðaráherslum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

Samfylkingin hefur sent frá sér yfirlýsingu hvar hún gagnrýnir nýja fjárlagafrumvarpið sem sett var fram í dag:

Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins og nemur breytingin aðeins 0,64% af landsframleiðslu. Engin merki er um stefnubreytingu eða sérstakar tillögur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa velferðarflokks innan ríkisstjórnarinnar. Innkoma Vinstri grænna í ríkisstjórn og þeirra áhrif á ríkisfjármálin eru því afar takmörkuð.

Samfylkingin gagnrýnir sérstaklega skort á velferðaráherslum í fjárlagafrumvarpinu.

Í fyrsta lagi verða barnabætur nákvæmlega jafnháar og var í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar sem VG gagnrýndi harðlega fyrir kosningar. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin stefnubreyting er í málefnum fjölskyldufólks með nýrri ríkisstjórn.

Í öðru lagi er engin innspýting í vaxtabótakerfið og dragast vaxtabætur meira að segja saman um 2 milljarða milli ára. Því til viðbótar er engin aukning í húsnæðismálin sem eru þó eitt brýnasta úrlausnarefni stjórnvalda.

Í þriðja lagi eru fá merki að finna um frekari fjárfestingu í menntamálum þjóðarinnar. Framhaldsskólar fá einungis 1,8% aukningu frá því sem var búið að ákveða og háskólarnir fá 5,5% aukningu sem er langt frá þeirri stórsókn í menntamálum sem var búið að lofa.

Í fjórða lagi vekur athygli að í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar sem eru heilbrigðismálin, er heildaraukningin í allra sjúkrahúsa landsins um 3 milljarðar króna sem er aðeins um 0,35% af tekjum ríkisins. Heilsugæslan fær 3% hækkun á fjárframlögum. Hjúkrun og endurhæfingarþjónusta fá enn minni hækkun eða 0,6%. Grunnlífeyrir eldri borgara hækkar ekkert.

Í fimmta lagi fá samgöngur um aðeins 1,6 milljarð aukningu þrátt fyrir að það vanti um 15 milljarða króna svo hægt væri að fjármagna samgönguáætlun eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri hafa bent á.

Í sjötta lagi eru einungis 380 milljónum varið í úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Ríkisstjórnin er að verja aðeins 0,04% af tekjum sínum í þetta mikilvæga verkefni sem allt samfélagið hefur kallað eftir að stjórnvöld setji í forgang.

Í sjöunda lagi fær hið velkynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum heilar 20 milljónir. Því til viðbótar er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla frá 2 milljörðum í tekjum af fyrirhugaðri hækkun á kolefnisgjaldi. Ekki er heldur gert ráð fyrir neinni aukningu til skógræktar frá fyrra frumvarpi.

Í áttunda lagi eru tekjuleiðir stjórnvalda vanræktar verulega á hátindi hagsveiflunnar og má þar t.d. nefna að enn verða veiðigjöld einungis um 1,2% af tekjum ríkisins og engin aukin gjaldtaka af erlendum ferðamönnum.

Það er ljóst að barnafólk, milli- og lágtekjufólk og í raun allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Fjárlagafrumvarpið er langt í frá að svara kalli landsmanna um frekari fjárfestingu í innviðum samfélagsins og órafjarri því sem Vinstri grænir lofuðu fyrir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum