fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Íbúðalánasjóður: Greinileg áhrif framboðs á íbúðaverð

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Skýrar vísbendingar eru um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar eru til sölu í hverjum mánuði. Vísbendingar eru um að aukinn fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir í fyrra, en fasteignum sem skráðar eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30% milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Meðalsölutími hefur ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendir til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs í febrúar.

Skráningum á íbúðum til sölu fjölgaði mikið á seinni helmingi síðasta árs, en um svipað leyti dró úr           verðhækkunum á markaðnum. Íbúðir sem seljast yfir ásettu verði hafa ekki verið færri í þrjú ár. Hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs er nú komið yfir sögulegt meðaltal sitt.

Ásett verð hækkar en færri íbúðir seljast yfir ásettu verði

Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. Í desember seldust 8% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur þetta hlutfall ekki verið jafn lágt í þrjú ár.

Hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs komið yfir sögulegt meðaltal

Hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs (e. price to rent ratio) hér á landi er nú komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hefur einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi sker sig þó úr undanfarin tvö ár.

Það tekur hátt í 17 ár fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi að borga upp kaupverð íbúðarinnar. Hins vegar tekur það ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum.

Íbúðaverð hækkaði mest á Suðurnesjum í fyrra

Íbúðaverð á Suðurnesjum hækkaði um 35% milli áranna 2016 og 2017, sem er næstum því fordæmalaus hækkun á einu ári. Verðið hækkaði einnig mjög mikið í Árborg, Hveragerði og Ölfusi. Minnst hækkaði fasteignaverð á nokkrum svæðum á landsbyggðinni þar sem verðþróun hefur ekki verið jafn næm fyrir hagsveiflum eins og til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk